Við erum búin að vera starfandi síðan í byrjun mars 2010 og erum búin að stækka gífurlega síðan þá.
Þegar við hétum Útvarp Brekkan gegndum við einungis því hlutverki að vera net-útvarpsstöð, við breyttum um nafn en ástæðan fyrir því var að við ætlum okkur að gera Brekkuna að einhverju miklu, miklu stærra heldur en bara net-útvarpsstöð.
Volume á að gegna því hlutverki að vera stór partur af því að halda ýmsa skemmtilega viðburði fyrir unga fólkið í landinu. Við munum halda spilakvöld, íþróttaviðburði, böll og allskyns aðra viðburði, ef þú hefur skemmtilegar hugmyndir þá máttu senda okkur póst á volume@volume.is.
Volume er rekin af ungu fólki fyrir ungt fólk, og við erum allir með það eitt í huga að búa til útvarpsstöð sem hjálpar ungum tónlistarmönnum að koma sér á framfarir og jafnframt að búa til eitthvað algjörlega nýtt í íslensku útvarpi. Allir starfsmenn Volume vinna sem sjálfboðaliðar og við gerum þetta eingöngu út frá hjartanu og því tökum við ENGAN pening fyrir okkur sjálfa.
En þó að allt sem við gerum sé gert í sjálfboðarvinnu þá þurfum við samt fjármagn til þess að halda t.d. heimasíðunni uppi, borga STEF gjöld, tækjakaup og allskonar tengda hluti.
Ef þú og/eða þitt fyrirtæki hafið áhuga á því að ná til gífurlega stórs hóps af ungu fólki með ykkar auglýsingum þá er þetta frábær leið til þess. Við getum boðið ykkur pakka sem henntar ykkur best. Ef minnsti vafi leikur á einhverju skalt þú lesandi kær, ekki hika við að hafa samband.
Volume er að auglýsa eftir starfskrafti til að spila tónlist af öllum gerðum!
umsokn@volume.is
Það sem þarf að koma fram í umsókninni:
Nafn:
Aldur:
Hvernig tónlist viltu spila: (allt í boði)
Reynsla?
Annað sem þú vilt láta koma fram:
Svo bara svona láta fólk vita af þessu og láta sem flesta hlusta!