Heil og sæl Hugarar góðir.

Ég vil kannski fyrst benda á það að þessi útvarpsstöð byrjar ekki fyrir en 1. júní.

Allavega komum okkur að efninu. Okkur strákunum langaði að gera eitthvað nýtt í sumar þar sem það eru góðar líkur á því að þetta verði síðasta sumarið okkar og því ekki að skella upp klárlega bestu útvarpsstöð landsins?

Planið er að senda út á tíðninni 106.5 á höfuðborgarsvæðinu og svo mögulega streamum við líka á netinu. Hinsvegar er þetta verkefni fyrir fleiri en okkur sem eru í hópnum því hver nennir að hlusta á einhverja öryrkjabjána 24/7 í 8 vikur? Þessvegna erum við að leita að þér!

Okkur vantar einhverja snillinga til að vera með útvarpsþátt/þætti. Ef þú hefur áhuga á tónlist eða þessvegna bara koma skoðunum þínum á framfæri þá endilega sækið um. Hinsvegar viljum við að einstaklingarnir sem sækja um séu orðnir 16 ára eða eldri.

Ef þú hefur áhuga á þáttarstjórnun eða ert með einhverjar hugmyndir þá endilega sendið okkur email á oryrki@oryrki.is. Við viljum sjá góð bréf og svörum ekki fólki sem sendir okkur eina línu um hvað hann vill gera. Þetta er erfiðisvinna og við höfum standardinn hátt.

Ef ég gleymdi að nefna eitthvað eða þið hafið einhverjar spurningar þá endilega hafið samband eða bara spyrjið hér.

Heyrumst!
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius