ÉG ER BÚINN AÐ FÁ NÓG


Þið hafið ef til vill tekið eftir því hvað komið hefur ótrúlega mikið diss á Huga?! Hvað er málið? Einhver skrifar skoðanir sínar, um band, bækur eða bara eitthvað, gefur e-ð af sjálfum sér og sínum heimi og miðlar og fær ekkert nema djöfulsins skítkast fyrir vikið!!! Hef ekkert á móti jákvæðri gagnrýni en það er munur á því og einhverju svona: ,,Djöfull er þetta ömurleg grein hjá þér“, ,,Helvítis asni” ,,,skjóttu þig“, ,,ríddu mömmu þinni”…

o.s.frv.

Hvers í helvítinu eiga greinarhöfundar að gjalda þegar greinar þeirra eru ávallt rakkaðar niður af fólki sem hefur ekkert að segja en vill bara eyðileggja fyrir þeim og kann ekki að virða skoðanir þeirra eða jafnvel tilverurétt þeirra. Sýnir einstaklingnum enga virðingu heldur berst við að brjóta alla niður og vera með leiðindi, eða vera Besserwisser og dissa greinina fyrir að vera lítt ítarleg og koma sjálfur með fullt af useless information inn á síðuna svo allir fíli hann en ekki greinarhöfund.
Ég veit um marga sem hafa lent í þessu og hafa ekkert gert til að verðskulda svona.

Við getum ekki setið aðgerðarlaus og horft á þetta gerast.

Það er brot á öllum siðferisreglum, umburðarlyndi og einstaklingsfrelsi, og er með eindæmum svívirðilegt og ekki sæmandi þeim sem ekki hafa heila í rassinum og er þó mest smánandi fyrir óvitadurtinn sem skrifar hrakyrðin.

Rísum upp og stöndum fyrir réttindum okkar, verum óþvinguð en berjumst með friðinn og réttlætið að vopni. Ef öll dýrin í skóginum eru vinir og ekkert dýr étur annað dýr getur ekkert stöðvað framgöngu hins sanngjarna og réttláta.

Já, þið getið dissað þessa grein eins og þið viljið og sjálfan mig og fjölskyldu mína. Og það mun líklegast gerast og/eða þessi grein verður bönnuð, rökkuð niður og ég bannfærður af rannsóknarréttinum.

En það vona ég að þið séuð þess umkomin að dæma mig.

,,Dæmið ekki eða verið dæmd sjálf"
-Jósúa sonur Jósefs, frá Nasaret, (af ætt Davíðs)



Lifið annars heil

Peace

rumputuski