Núna verð ég geðveikur!
Núna er ég kominn með nóg af þessum íslensku hel***** útvarpsstjórnendum. Fyrst höfðum við hið stórgóða X-ið sem reyndar seinna meir fór að halla niður á við þegar að það fór bara að spila nýja singula og gamla dótið var geymt í kassa. Þá kom nýtt ljós í tilveruna og Radio kom á klakann. Beint í tækin hjá landsmönnum bárust gömlu, góðu lögin sem maður hafði ekki heyrt í langann tíma. Ég fékk alveg fiðring í magann mér leið svo vel yfir því að fá almennilegt útvarp aftur. En þá fóru hlutirnir versnandi. Radio-X! Helvítis singula-spilandi útvarpsstöðin var búin að sameina sig helgidæmi rokkara á Íslandi. (Ég er líka nokkuð klár á því að einhver hér sé sammála því að sameiningin var dauði Radio.) Ok, það var búið að sameina stövarnar og ég var ósáttur við X-menn. En svona var það bara og ég þurfti að sætta mig við það. Í tvær vikur eftir sameiningu lifðu gömlu lögin og þá fóru X-menn að drepa þau með þessum hel***** repeat-singulum! Og svona hefur það síðan gengið nú í nokkuð langan tíma. Ég hef nú alveg fengið mig nóg sddan af því að heyra sömu hel***** lögin 24/7! Síðan “on-top-of-all-things” er einhver snarvitlaus kvenmaður frá Létt 96,7 búin að taka við stjórninni á einu ROKK stöðinni á íslandi. Seinast þegar að ég vissi var Alanis Morisette ekki rokk. (hún er ekkert léleg en hún er ekki rokk). Núna eru svo málin þannig að Ding Dong næst stærsta tvíeyki á eftir Tvíhöfða hætt. Doddi rekinn og Pétur æfur og endar með því að hann segir upp. Nú eru þeir hálvitalegur morgunþáttur á FM! Og síðan onáalltsaman, kemur stóra guðlastið. Það er búið að valda Tvíhöfða falli! Það sem landinn getur séð er það að það er verið að drepa Rokkið á Íslandi. Við erum ekki Britney Spears fans. Við hlustum ekki á N*Sync. Við erum Rokkarar og rokkarar skulum við vera að eilífu. Svo ég efni til þess að þið standið öll upp og mótmælið morðinu á rokkinu!