Hinn íslenski fjölmiðlaheimur beið mikið áfall í dag er fréttir
bárust af endalokum eins ástsælasta útvarpsþáttar sem hefur
borist á öldum ljósvakans. Tvíhöfði er hættur!
Tvíhöfði hefur verið einn vinsælasti útvarpsþáttur landsmanna
í langan tíma og einn af fáum ef ekki sá eini þar sem
þáttastjórnendur létu ekki stjórnast af markaðsöflum heldur
sögðu það sem þeim fannst og þegar þeim fannst það.
Jón Gnarr hafði lítið um málið að segja annað en það að þetta
hefði bara verið búið. Jóns bíða næg verkefni eins og má lesa
í viðtali við hann á Undirtónum en þar kemur m.a. þetta fram:
—
Hverjir eru þessir samstarfsörðugleikar hjá þér og Sigurjóni,
annað en að hann sendi frá sér neikvæða strauma eins og þú
hefur ávallt sagt?
[löng umhugsun] Samstarfsörðugleikar…. [önnur löng
umhugsun]
Við höfum bara oft misjafnar skoðanir á ýmsu - eins og fólk
bara. Sumir drekka Pepsi, aðrir drekka Kók. Hvorutveggja er
rétt… eða hvorutveggja er rangt.
Er það satt að brestir séu komnir í samstarfið við Sigurjón og
að Tvíhöfðinn fari að játa sig sigraðan?
Sigraðan? Ég myndi segja að Tvíhöfði færi að játa sig
undefeated. Það hefur bara enginn komið fram sem að segist
ætla að sigra Tvíhöfðann og ef einhver hefur sigrað hann þá
er það hann sjálfur. Það eru allir velkomnir að ögra okkur - en
að við játum okkur sigraða fyrir einhverju öðru en sjálfum
okkur? Nei.
En hvað með brestina, er ekkert til í því?
Nei.
- frekari fréttir af þessu koma líklegast síðar!