Já ég er nú ekki mikill tónlistarspekúlant, en nú var ég að fá far heim í gær, gamla liðið kom að sækja mig og það var sett á 96,7 sem er nú oftast með tónlist sem ég fíla ekki. En þá heyri ég að það er verið að spila Tears in heaven sem hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. En mér til skelfingar heyri ég að þetta er einhver allt annar að syngja lagið og að reyna að gera það af einhverri innlifun.
Ég hlæ nú oftast af fólki sem hneykslast útaf svona smámálum en mér fannst þetta bara lítilsvirðing við son Eric Clapton að ætla að vinna sér inn frægð með því að endurflytja lagið sem hann samdi fyrir son sinn eftir að hann dó (ekki satt?). Er ég kannski bara svona skrítinn? Veitiggi.
Alla vega, ég veit ekkert hver flutti lagið því það var ekkert kynnt, en mér dettur einna helst í hug Páll Rósinkrans (fannst þetta líkjast hans rödd). Ég hef líka eina spurningu varðandi það, einhvern vegin efast ég um að Clapton myndi selja einhverjum réttin að lagi sonar síns (án þess að ég viti það þó), en ef þetta er Páll (sem ég er alls ekki viss um en bara EF!) er þá maðurinn að flytja lög og gefandi út diska án þess að hafa fengið nokkuð leyfi frá upphaflegum höfundum laganna?