SOFANDI - Tilgerðarlaus rólegheit!
Hef verið að hlusta á aðra útgáfu hljómsveitarinnar Sofandi, plötuna “Ugly demos”, upp á síðkastið. Þetta er stórfín plata. Sofandi ná að vera eitt af þessum fáu íslensku böndum sem ná að skapa sér sinn eigin sérstíl. Þetta sambland þeirra af angurværu síðrokki og nánast öfgakenndu letipoppi, er að svínvirka. Nógu kæruleysislega sérstætt til að blífa. Ég gæti hent fram böndum sem sveitin minnir mig á, en bandið slítur sig merkilega vel frá þeim. Rólegheitin eru ekki litlaus og indie-rembingurinn í lágmarki (sem ekki er hægt að segja um allar íslenskar öndergrándsveitir). “Trillukarlar” er eina lagið af hinni átta laga plötu sem hefði mátt missa sín. Kaflaskiptin í “Another You” eru einstaklega vel heppnuð og glæsileg - rólegheitin þar aðeins brotin upp. Svo er “Dont get over excited” einstaklega gott lag - fínt slútt á plötunni. Miðað við það slaka efni sem ég heyrði af fyrstu plötu sveitarinnar, Anguma, að þá hafa þeir/þau virkilega tekið sig á - á þessum stutta tíma milli útgáfa. Sofandi er alvöru íslenskt djúp-LoFi. Kíp it öp!