Ég skrapp aðeins til útlanda á síðastliðnu ári með vini mínum. Í þessari ferð okkar skruppum við í litla músíkbúð og skoðuðum okkur aðeins um. Þarna inni keypti vinur minn disk með hljómsveit sem ég hafði aldrei heyrt neitt í eða neitt talað um, Everyday með Dave Matthews Band. Auðvitað varð ég soltið forvitinn, og komst að því að hann hefði heldur ekkert heyrt í henni heldur heyrt af henni frá vini sínum í henni ameríku. En svona í stuttu máli þá féllum við báðir fyrir disknum, og restin af fríinu fór í það að keppast um að hvor okkar fengi að hlusta á hann og leita að þessari litlu búð aftur svo ég gæti eignast mitt eigið eintak. búðinn fannst ekki, en ég nældi mér í eintak á flugvellinum og þarf líklega að fara að kaupa mér annað vegna ofnotkunnar.
En pointið er, af hverju hefur maður ekkert heyrt með þeim hérna á fróni? þetta er alveg frábært band, og vil ég bara eindregið mæla með því að fólk kaupi sér sér diskinn, eða bara næli sér í nokkur lög af netinu.
I dit it**
When the world ends**
The space between**
Dreams of our fathers**
So rigth
If I had it all*
What you are
Angel**
Fool to think
Sleep to dream her
Mother Father
Everyday
hérna er lagalisti disksins, og ég merkti við þau lög sem komu einnig út á smáskífum (engan vegin svo fólk geti náð í þau á netinu:)) Ef þið teljið ykkur vera áhugamenn um tónlist, eða bara fílið góða tónlist þá tjekkiði á þessu.
p.s. ég veit ekki alveg hvernig á að flokka þessa tónlist, Pearl Jam djass rokk einhvern vegin…… anyway, frábær diskur!