Ég stari á rústir borgar.
Ekki venjulegar borgarrústir,
þetta eru rústir menningar.

Menning þessi var miskunnarlaust brotin niður af fulltrúum auðvaldsins.
Brotin niður af þeim sem sáu sér veraldlegan hagnað í því að brjóta hana niður.

Ég stari á rústir íslensku tónlistarmenningarinnar.

Dauðasveitirnar veittust að borginni með eldibrandi, og þyrmdu engu. Húsin voru brennd til grunna. Íbúunum var slátrað eins og búféi. En ætlunarverk þeirra tókst ekki að fullu.
Þeir gleymdu að strá salti á jarðveginn.

Undir rústunum lifir frjósöm jörð, sem aðeins bíður eftir því að framtakssamir menn rækti hana upp. Hún bíður. Hún bíður eftir því að land rokksins verði frjálst undan kúgun auðvaldsdróttnanna.

En til þess að það sé hægt þá þarf vinnu.

Ég hef ferðast víða í leit minni að fróðleik, og á vegi mínum hefur fólk látið orð fara um munn.
Orð sem biðja um betri heim.
Orð sem biðja um að fá að hlusta á tónlist í friði frá kúgun auðvaldsins:

“en samt heldur maður í vonina að einhverjir menn með viti láti verða af því að byrja með ”alvöru“ rokkstöð”;
“ÞAÐ VANTAR BARA NÝJA METAL STÖÐ SEM VAR EINS OG Xið 977”;
“Það sem vantar er eitthvað alternetive radíó hérna”.

Orðin kalla á byltingu; íslenska útvarpsbyltingu.
Byltingu sem hefur rödd, þar sem allir geta tjáð sig um sín mál.

Látum fjarlæga von verða að veruleika,
endurreisum íslenskt tónlistarlíf í útvarpi!

Sveltir íslenskir tónlistarunnendur, sameinist!