Nú er komið að því að Guðfaðir techno-sins og sá allra þekktasti plötusnúður Þýskalands Stephan Bodzin ætlar að heiðra okkur með heimsókn sinni á klakan laugardagskvöldið 21.Febrúar á Nasa í boði TFA og PartyZone.
Þeir Hjalti Casanova,Biggi Veira(GusGus)og Oculus(live act) munu sjá um að trylla lýðin áður en Stephan Bodzin stígur á svið.
Forsala á þetta einstaka kvöld hefst 2.febrúar á www.miði.is og er miðverð 2500kr í forsölu og 3000kr við hurð.
Það er gaman að segja frá því að kappin kom til íslands árið 2007 og spilaði í private party-i CCP á Nasa og gerði allt vitlaust,þess vegna er komin tími á að almenningur fái að sjá þennan mikla snilling. Fyrir ykkur sem ekki þekkja til Bodzin að þá er Stephan Bodzin DJ og Producer og á sitt eigið record label að nafni Herzblut.Hann hefur spilað mikið og unnið undanfarið með Oliver Huntemann og Marc Romboy ásamt því að hafa remixað lög eftir ekki ómerkari menn en Depeche Mode, Booka Shade og The Knife svo eitthvað sé nefnt.
www.stephanbodzin.de
www.myspace.com/stephanbodzin
www.myspace.com/tfaevents
www.pz.is
www.myspace.com/mypartyzone
Word to your mother !!