Framlag Finna til Evróvisjón Á ég mér ekkert líf? Gæti einhver spurt, nei ætli það væri svarið.
Í kvöld er kvöldið. Sem allir hafa beðið eftir. Biðin; nú á enda.

Ég hafði reyndar ekki hugmynd um að valið væri í kvöld, en það var gargað í mig og mér sagt að hlamma mér fyrir framan imbann, horfa á eitthvað sem ekki sæist á Íslandi, amk í ár.

Svo hófst gamanið, og mér var sko skemmt.

Fyrst á svið var glæsipía að nafni Aika. Einhverskonar finnsk útgáfa af Guðrúnu sem er í Íslandi í Bítið. Lagið hét því frumlega nafni Stay. Þrusu lag sem kom manni í réttan gír. Tók strax eftir því að keppendur höfðu lítinn áhuga á móðurtungunni, eins og einhverjir?

Who cares about a broken heart var næsta snilldin sem manni var boðin uppá. Flytjandi var fönguleg kona að nafni Johanna. Greyið í einhverri tilvistarkreppu, en tókst heldur illa að færa það yfir í tónlistarformið. Synd, en skemmtun.

Ekki dalaði gamanið, ónei. Önnur kona, að nafni Sheidi steig á stokk, og það með tilþrifum. Sérílagi þóttu mér gallabuxurnar hennar flottar, ósköp venjulegar buxur nema með þykkt lag af gull glimmeri á þeim, einstaklega smekklegt. Lagið hennar, Make the Rain, var hérumbil við að koma mér í fyllerís fíling, svo gott var það. Viðlagslínan var á þá leið; You can make the rain, but I can't take the pain. Orðheppnir Finnarnir.

Jæja, svo kom að karlþjóðinni. Einhverskonar Ronan Keating þúsundvatnalandsins fangaði athygli manns ansi vel, þó hann væri ekki í þröngum bol og með stór&stinn brjóst. Geir Rönning flutti lagið I don't wanna throw it all away, bætti svo seinna við I just wanna hold you till you stay. Bölvaður fasistinn skilur ekki vilja kvenna, og fékk því mínus í kladann frá mér. Slappt lag sem var tilraun miðaldra manns til að vera Boyzone look-a-like.

Laura, tjah, hvað verður sagt um hana greyið. Einhversstaðar á árunum ‘80 til ’90 frusu framfaragenin í henni, ekki sé ég betur en þau séu ennþá gaddfreðin. Eyrnalokkur í öðru eyranu, lafir niður á öxl, svakalega sexy. Ég hafði það svona á tilfinningunni að hún væri tvímæðra, semsagt afurð Tinu Turner og Annie Lennox, barnið sem vildi feta í fótspor mæðra sinna. En mistekst. Allavega, þá heitir lagið Addicted to You. Eurovison formúlan í hávegum höfð, með smá Jackson veini inná milli, auðvitað til að koma fólkinu í almennilegt stuð! Úje,

Lokahnykkurinn, the final cut. Finnski Enrique Iglesias átti lokanóturnar. Leysti það vel af hólmi, mér fannst ég vera kominn með flöskuna á milli lappanna, svo mikill var fyllerís fílingurinn. I will always keep on loving you, frumlegheitin að tröllríða öllu saman, bryddað uppá nýjungum og ort um ástina. Það geislaði alveg af honum svona, gelgju karisma. Gæti velhugsað mér að hann sitji sveittur yfir aðdáendabréfum á kvöldin og bölvi foreldrum sínum fyrir að hafa ekki hlammað sér í heiminn tíu árum fyrr. Ég hinsvegar þakkaði honum kærlega þegar hann lauk sér af.

Jæja, atkvæðatalning hófst. Er ekki vanur að ljúga, spennan var lítil í loftinu. Maður reyndi svona að nota útilokunar kenninguna, en það var engan veginn hægt að sjá hvaða lag var lélegast. En…

leikar fóru þannig að hin geysimagnaða dóttir Annie Lennox og Tinu Turnar, beturþekktsem Laura fór með sigur af hólmi. Dómnefndin sá greinilega hina innri persónu og hina geysi miklu hæfileika sem Laura býr yfir. Lagið hennar, Addicted to You, verður því framlega Finna til Evróvisjon 2002.

Ætli maður fari þá ekki að pantar sér far til Tallinn…

kv. Lenin