Hafið þið tekið eftir því að á síðastliðnum árum hefur útvarpsmenningunni tekið að hnigna svo allsvakalega að það er næstum því ekki hlustandi á þennan viðbjóð. Fyrir nokkrum árum, þegar ég ver í grunnskóla, undi ég mér vel við að hlusta á hina sígildu stöð X-9.77 Síðar sameinaðist hún þeirri verstu stöð allra tíma Radíó (VÁ hvað hún sökkaði!!) í hina núlifandi stöð Radíó-X ,,eina radíóið sem rokkar“. Eftir þetta er gjörsamlega ekki hlustandi á útvarp lengur. Þossi hélt áfram og heldur stöðinni uppi með góðri tónlist á tímun þó en yfir heildina hefur hún ekki staðið undir væntingum.
Á tímum X-sins ákváðu menn þar að koma með flas-back helgar sem að mínu mati er algjör snilld. Þar koma gömlu góðu hittararnir með Metallica, Guns´n Roses, Black Sabbath, AcDc, Iron Maiden o.fl. Þegar Radíó-X varð síðan til var ákveðið að halda þessu áfram en með MJÖG breyttu sniði. Aðeins 2dagar af þremur eru flash-back og tónlistin sem spiluð er ekki svo aldeilis ekki útvarpsvæn. Ég mæli með því að þið hlustið á heilan dag um flash-back helgi. Dagurinn byrjar á því að tvíhöfði talar og talar (stundum um skemmtilegt efni, stundum ekki) og milli þess er spiluð ”ágæt" tónlist svo ekki sé meira sagt. Síðan kemur Þossi, þá er allt gott og blessað, fín tónlist, óskalagahádegi lýsir óskum hlustenda á gott rokk og það gengur allt vel. Síðan koma Ding Dong, þá kemur eitthvað 80´s nýbylgjukjaftæði með hljómsveitunum eins og Duran Duran og öðru ógeði sem ekki er hægt að hlusta á.
Um virka daga eru spiluð sömu lögin aftur og aftur og aftur. Ekki góð tónlist og maður veltur því fyrir sér hvað sé í gangi með tónlistarmenn í dag. Er svona slæm tónlist í gangi alls staðar eða er þetta eitthvað bara bundið við Ísland? Persónulega er tónlistin í dag ekki eins góð og fyrir nokkrum árum og nægir þar að nefna ÖMURLEGAR hljómsveitir eins og Nickelback (er ekki viss um hvernig á að skrifa þetta) Aaron Lewis og félagar í Stained o.fl. Fyrir nokkrum árum hefðu hljómsveitir eins og þessar aldrei átt möguleika á vinsældum hérna á klakanum en einhvern veginn hefur standardinn lækkað. Getur það verið vegna þess að Jón Ólafs. eigandi Norðurljósa (þar sem Radíó-X er) er líka eigandi Skífunnar og ræður því hvaða tónlist er spiluð? Pælið aðeins í því og látið mig vita hvað ykkur finnst.
Ég ætla ekki að gera eins ýtarleg skil fyrir öðrum stöðvum því a) ég hlusta ekki á þær og b) þær eru ekki og hafa aldrei verið góðar.
Rás 2: Er með ágæta þætti eins og Rokkland hjá Óla Palla en á móti koma alveg hundleiðinlegir þættir eins og Poppland hjá Óla Palla.
FM: Fín stöð fyrir stelpur og Choccoa í tilvistarkreppu. Einnig góð fyrir fólk sem hefur engan metnað í að hlusta á góða tónlist
Múzík: Sjá FM
Fleiri ætla ég ekki að nefna en bið ykkur endilega um að segja ykkar álit á þessu og ef einhver getur svarað mér því:
Hvað varð um gott útvarp???