B Q S
Jæja, ég veit ekki alveg með ykkur en ég lét sjá mig á B+Q+S tónleikunum sem að fyrir þá sem ekki vita voru haldnir í háskólabíó þar sem Botnleðja, Quarashi og Sinfóníu Hljómsveit Íslands spiluðu saman. Á þessum tónleikum skemmti ég mér alveg snilldarlega enda var öll tónlistin vel útfærð og allir að gera sitt besta. Ein hugsun hefur þó staðið illa í mér í langann tíma, ég tók nefnilega eftir því að salurinn var fylltur af alls konar upptökugræjum og alls konar búnaði sem að notaður er við slíka iðju. Ég hef ekkert heyrt meira um þessa tónleika talað og langar töluvert að fá að vita hvort að það eigi eitthvað að gefa þessa tónleika út á disk? Þetta var þannig upplifun og geðveiki að það getur varla verið annað. Ég meina, í tónlistar sögu okkar Íslendinga er þetta jafnstórt og þegar að Metallica spilaði Með San Fransisco á sínum tíma fyrir vestanhafsbúa. Ég verð dolítið sár ef að þessir tónleikar verði ekki gefnir út á geisladisk. Það væri skandall gagnvart ungdæmi Íslands…