af nulleinn.is
Svo virðist vera sem það sé að togna úr hinni smávöxnu hljómsveit Quarashi en þeir hafa gert samning við bandaríska plötufyrirtækið Timebomb Recordings. Drengirnir knáu hafa gefið út þrjár breiðskífur: Switchstance, Quarashi og síðast Xeneizes. Allt saman frábærar plötur og aðeins harðir aðdáendur og safnarar eiga fyrstu plötuna, enda var hún gefin út í afar takmörkuðu magni. Nú í sumar mun fjórða plata þeirra koma út og ber hún nafnið Jinx. Að plötunni koma ýmsir frægir menn úr tónlistarheiminum svo það virðist sem Strákarnir okkar séu á barmi heimsfrægðar. Við ákváðum því að kíkja á æfingu hjá þeim í ónefndu bakhúsi á Reykjarvíkursvæðinu. Byrjunin var að vísu ekki gæfuleg því eftir mikla og erfiða leit fundum við bakhúsið loks, bak við lás og slá í orðsins fyllstu merkingu. Það var heldur ekki fögur sjón sem blasti við okkur því Smári nokkur, betur þekktur sem Tarfurinn, tók á móti okkur þar sem hann stóð úti við vegg, fúlskeggjaður og skvetti vel hressilega úr skinnsokki sínum. Þvílíkur viðbjóður! Hann fór sem betur fer fljótlega enda ekki álitlegur maður við fyrstu sýn. Innan dyra sátu hinsvegar Sölvi Blöndal, Hössi og Ómar, en sá síðast nefndi virðist virka sem hálfgerð standpína innan um hina dverganna. Við fengum okkur sæti hjá þeim með Tarf ofarlega í huga.
Hvernig varð þessi samningur við Ameríku til?
H: EMI sá okkur á Airwaves og bauð okkur út í framhaldi af því.
S: Þeir sænuðu okkur síðan (ísl. buðu okkur samning). Síðan frétti Timebomb af okkur úti í Ameríku. Þetta eru nefnilega tveir samningar, annars vegar publishing samningur, svona eins og STEF, þ.e. þeir rukka inn bara miklu stærra og betra og stela ekki af þér peningum. Svo sænaði Timbomb Recordings okkur á plötusamning. Þeir skuldbinda sig til að gefa okkur út og við skuldbindum okkur til að afhenda plötur. Þetta eru nefnilega tveir samningar, það eru margir sem rugla þessu saman.
Hvað verða þetta margar plötur?
S: Við skuldbundum okkur til að gera margar plötur en ég held að það eigi ekkert að koma fram. Fólk fattar þetta ekki alveg þótt við segðumst eiga að gera fimm plötur þá gefur það ekki rétta mynd af því hvernig þetta er.
Og hvernig verður fyrsta platan, Jinx?
S: Það verða svona sex gömul lög og sex ný……sem passar að vísu ekki alveg þar sem það eru þrettán lög á plötunni.
Ó: Það eru náttúrulega tvö instrumental lög svo…
Eru gömlu lögin búin að breytast mikið?
Ó: Ja, svona eitthvað.
H: Já, töluvert.
S: Ekki kannski geðveikt mikið en jú svona töluvert mikið. Afganski flóttamaðurinn er náttúrulega kominn inní grúppuna núna.
Eru þið að græða á þessu?
Ó: Ekki shit
H: Það eina sem þessi samningur gaf okkur var nægur peningur til að taka upp plötuna á sem bestan hátt.
S: Síðan bíðum við bara eftir að fyrirtækið droppi okkur.
H: Eins og gerist með allar aðrar íslenskar hljómsveitir.
S: Það eina sem við gerum þegar við förum út að borða með svona plötufyrirtækjagaurum er að við pöntum alltaf það dýrasta, þannig að við getum alltaf hugsað til baka og sagt að við höfum allavega grætt máltíðina.
Hvernig er þetta með fræga fólkið? Voru þið ekki í samstarfi við Cypress Hill og einhverjar fleiri?
S: Sko, við vorum að labba í New York og hittum Muggs og honum fannst ég vera með svo flott Tattoo.
H: Við vorum að labba í New York og að því víkur að okkur maður sem segist vera úr Cypress Hill. Við trúðum honum ekki í fyrstu….
Ó: Hann sést nefnilega svo sjaldan
H: …en svo sýndi hann okkur tattoið….
Nei, svona í sannleika sagt, hvernig kom þetta til?
H: Vinir okkar í EMI þekkja Muggs, við eigum eiginlega sameiginlega vini.
S: Basicly, leyfðu vinir okkar honum að heyra Stick´em up og hann fílaði það alveg geðveikt og langaði til að vinna með okkur. Því Muggs er svona maður sem tekur 75.000 dollara fyrir lag. Það er nokkuð augljóst að við eigum ekki 75.000 dollara. Hann tók engan pening fyrir að vinna með okkur. Já og svo unnum við með Brendan O Brian, sem er einn fremsti mixermaður í Rokk og róli í Ameríku. Hann mixaði Stick´em up, sem verður fyrsti singullinn (ísl. smáskífa) í Ameríku.
Þossi á RadíóX kallaði ykkur einhvern tímann minnstu rapphljómsveit í Skandínavíu en það hefur tognað svolítið úr ykkur núna.
H: Já, meðalhæð bandsins hefur hækkað allmikið.
S: Official sagan er náttulega að Ómar er frá Afghanistan, ný sloppinn úr flokki Osam bin-Laden, hann var besti vinur hans. Það eru til myndir af þeim saman. Hann heitir náttulega Ómar Suares Muhammed Gaddafi. Þú gerir þér grein fyrir því. Bara að fá þetta á hreint. Hann er ættaður frá Kabúl og barðist með Osama í mörg ár gegn Sovétmönnum
Ó: Ég var einn af þeim sem planaði World Trade Center.
S: Hann var einn af þeim sem slapp. Hann er á Íslandi og málið er að…..punkturinn er sko að Quarashi var bara svona þrír litlir rindlar eins og Þossi var að segja en núna erum við að vinna í því. Í Ameríku eru allir svona tattoaðir og geðveikt mean, Papa Roach og eitthvað svona, þeir eru að vísu bara vælukjóar eitthvað “Pabbi minn barði mig” og ég græði ógeðslega mikið að segja öllum frá því, hálfvitar. Allir úr Beverly Hills hverfi. Við hugsuðum að ef við fengjum Ómar og Smára inn myndi fólk verða hrætt við okkur.
Ó: Það má líka bæta því við að ég hef verið hérna til að grafa undan málstað Sophiu Hansen
S: Það er bara gott að það komi fram. Hún er bara glæpakvendi. Hún seldi í raun dæturnar
Ó: Og græðir síðan pening á einhverjum kvikmyndum.
Þessi mynd sem gerð var eftir sögu hennar var nú alveg léleg sáuð þið hana?
S: Ég sá hana ekki var hún vond?
Ó: Ég sá bara hluta af henni hún var algjör viiiiiiiiðbjóður.
Já, hvað var þetta með Baltasar?
Ó: Alveg ömurlegur. Hann hefur að vísu sagt það sjálfur opinberlega að þessi mynd sé léleg. Hún var alveg ömurleg….”What do you mean they are not coming back?”
Síminn hjá Sölva pípir stöðugt og á endanum stendur hann upp og segir “Got to take this”
S: Halló!
Ó: Já en bæði hæð og limastærð hafa stækkað. Núna er komið einu typpi fleira í bandið
Sölvi virðist vera tala við útlending hann segir a.m.k. “Hey jó whats up?”
En Ómar heldur ótrauður áfram
Ó: Fjórir meðlimir en fimm typpi.
Bíddu það eru þú, Hössi, Sölvi og Steini?
Ó: Já, síðan er nefnilega eitt aukatyppi, ég er nefnilega með tvö.
Já…..ok
Við hverju búist þið frægð og frama að sjálfsögðu?
Ó: Nei!…… Við sjáum bara til.
H: Fyrsta skrefið er náttulega að platan komi út eftir það getum við farið að hugsa um framtíðina. Það er mjög erfitt að sjá hvað gerist eftir fimm ár þar sem við höfum ekki gefið þessa plötu út ennþá. Vonandi getum við lifað á þessu, það er draumurinn.
Þið hafið verið úti alveg heillengi er það ekki?
H: Við vorum þrjá til fjóra mánuði í New York á seinasta ári.
Ó: Og svo rétt um viku í LA. Þar sem við unnum með Muggs en það var bara í tvo daga.
H: Þannig að við höfum ekki verið mikið úti.
Hefur Kaninn tekið ykkur vel?
H: Já
Ó: Fólki sem er borgað fyrir að sleikja á okkur rassgatið segir allavega að við séum frábærir, hversu lengi sem við eigum að trúa því. Jú, ég held að þeim líki það vel
H: Þegar við byrjuðum hér á Íslandi, þá vildi enginn taka við okkur. Við gáfum Switchstance út sjálfir.
Og enn heldur Sölvi áfram: Ye I´ll meet you in the lobby.
H: Eftir þessar móttökur ytra virðist þeim líka ágætlega við okkur.
Er þetta Muggs?
H: Já…ábyggilega
Hvernig var að vinna með svona manni eins og Muggs var hann ekki bara skakkur og ruglaður?
H: Það var mjög skelfilegt á köflum að vinna með honum.
“Hverjum?” spyr Sölvi sem kemur móður eftir símtalið.
H: Muggs
S: Já, það var frekar…….
H: Þetta er frekar svona stór og…..
Ó: ….Scary gaur
H: ….mikið af tattoum, með mikið af mönnum í kringum sig sem eru enn stærri en hann og með enn fleiri tattoo.
S: ….vopnaðir….
Ó: …vopnaðir og reykjandi eiturlyf….
S: …Allir reykjandi eiturlyf, stórir, vopnaðir og ógeðslega mislyndir. Þeir eru svona streetwise gaurar. Eru bara from the hood (ísl. úr hverfinu). Þeir eru ekki úr Social Wellfare samfélaginu líkt og við. Horfðu á okkur hérna þú veist Nintendo nörd og …..maður varð eiginlega bara skíthræddur. Þetta eru samt alveg yndislegir menn.
Ó: Maður þarf bara að þekkja þá vel.
H: Við skulum bara segja að við höfum ekki talað mikið um bókmenntir og ballet við þá.
S: Það eru aðallega vopnin sko, við erum ekki vanir að vera svona mikið í kringum skotvopn.
Ó: Karatestjörnur eins og var þarna
S: Já, fokk! Muggs er soldið geðveikur sko, hann fær svona köst. Hann var með hnífa og karatestjörnur sem hann kastaði bara svona….
Ó: Það var gaur sem var að kaupa sér karatestjörnur, gítarleikarinn þarna, og Muggs bara “Hey, cool”…
S: Þetta var í svona stóru, dýru stúdíói og hann kastaði þeim bara svona létt í vegginn. Shit!
En hvað með íslenska tónlist, er hún á villigötum?
H: Já
S: Ísland er búið að breytast undanfarið
H: Hefur breyst ótrúlega mikið
S: Orðin meira svona deep.
H: Já, hún hefur dottið aftur niður….svona….
S: Of mikið af útgáfufyrirtækjum og of auðvelt að vera sænaður. Ef þú byrjar í hljómsveit, hugsar ekki lengur um að semja lög og berjast í þessu sjálfur, það skiptir ekki máli því þú verður hvort eð er sænaður innann mánaðar. Eins og þegar við vorum að byrja þá gáfum við út fyrstu plötuna okkar sjálfir.
H: …orðið svolítið eins og pönkið var.
S: Nákvæmlega
Ó: Eða grungeið
S: Þú þarft ekkert að berjast í þessu, ég þegar ég var í 2001 og Hössi í Wool, þá var maður heppinn að fá að halda tónleika. Heppinn! Maður þurfti að berjast fyrir því að halda tónleika í einhverjum skítabúllum. Nú í dag ertu bara óánægður ef þú færð ekki Extón rótara, hljóðkerfi og ljósashow.
En eru þið eruð að kveðja klakann í bili?
Ó: Ég las það nú í Undirtónum og skildi að við værum að kveðja og kæmum aldrei aftur.
H: Segjum svona að þetta séu einu svona plönuðu tónleikarnir. Við gerum ekki ráð fyrir að spila aftur en maður veit aldrei.
Og hvenær fáum við að heyra plötuna?
S: Platan kemur hérna út um leið og hún kemur út úti. Gott ráð til ungra tónlistarmanna. Ekki sampla aðra tónlistarmenn. Það getur dregið dilk á eftir sér eins og fjögurra mánaða töf á útgáfu, eins og við lentum í. Hún átti að koma miklu fyrr út. Ég samplaði brasilíska söngkonu, sem er dáinn og það þurfti að senda einhvern dverg til Brasilíu til að leita að syni hennar.
Ó: Aspesdverg.
S: Aspesdverg til að leita að syni hennar.
Ó: Og Tantra hann svo hann gæfi grænt ljós.
S: Þessi gaur, sonurinn, er sko hommi og ég held hann hafi fílað að láta Aspesdverg tantra sig.
Ó: Finna helga blettinn.
S: The holy spot.
Nei, nei við segjum bara svona við erum að leita að samstarfi við fólk, líka hérna á Íslandi.
Og þetta létum við bara nægja af litlu drenghnokkunum og óskum þeim velfarnaðar í útlöndum.
þessi grein var sótt af www.nulleinn.is