Í haust vorum við í tónmenntartíma og kennarinn fór að tala um Sigur Rós og að þeir hefðu verið á lista ritstjóra Q yfir bestu plötu/lag ársin (eða eitthvað á þessa leið). Svo kveikti hann á lagi með Sigur Rós og ein bekkjarsystir mín spurði ‘'Hvað er þetta’' og hann svaraði ‘Sigur Rós’' og hún gretti sig og greip fyrir eyrun.
Ég veit (þar sem hún er ein af bestu vinkonum mínum) að hún hefur sennilega aldrei nokkurn tímann hlustað á Sigur Rós!
Helstu rök bekkjarfélaga minn fyrir að þau vildu ekki hlusta á þetta voru þessi : ‘'Þetta er bara svo leiðinleg tónlist! Maður skilur ekkert hvað er verið að gaula!’' … og þess háttar!
Eftir þetta fór ég að hlusta á Sigur Rós (sem ég hafði nánast aldrei gert fyrr) og ég er bara dolfallin fyrir þessari tónlist! Hún er dásamleg! Ég er yfirleitt að hlusta á Sigur Rós (samt ekki 24-7) og einn besti vinur minn hlustar líka pínu á þá. Annars virðast vinkonur mínar ekki skipta sér mikið að því sem ég hlusta á, þær eru allavega ekki eins fordómafullar og áður, held ég…)
Eða það er allavega mitt álit að tónlist Sigur Rósar er yndisleg.
Hvað finnst ykkur? Ég er ekki bara að tala um Sigur Rós, líka bara hvað fólk (þ.á.m. ég) getur verið fordómafullt gagnvart einhverju sem það þekkir ekki. Mér finnst allavega að það ætti að hlusta á tónlistina áður en maður fer að dæma hana.
Eins og ég. Í fyrra var ég þvílíkt á móti Metal (hafði aldrei hlustað á það), ég veit núna hvað það var óþroskað. Ég hef hlustað pínu á það og jájá, það er allt í lagi, bara ekki uppáhalds tónlistin mín… :)
Takk fyrir mig!
Já, það er það sem ég held.