Meðal dómara voru ekki ómerkari tónlistamenn en Tom Waits, Frank Black og Jerry Lee Lewis.
Yfir 15 þúsund lög bárust í keppnina og í lok janúar var Soundspell tilkynnt að þeir væru komnir í undanúrslit í sínum aldursflokki með tvö lög af plötunni “An Ode to the Umbrella”. Viku síðar voru þeir komnir í 13 laga úrslit með lagið sitt Pound og í gærkvöld var þeim tilkynnt að þeir væru sigurvegarar í flokki unglinga.
Verðlaunin eru vegleg, meðal annars fimm vikna skólavist í sumar í Berklee tónlistarskólanum í Boston.
Ef þið viljið lesa meira, þá sjá nánar hér, ásamt myndum af köppunum.