Jæja börnin góð, þá er það nöldur dagsins. Blöskrar engum hérna verð á geisladiskum. T.d. er algengt verð hjá skífunni í kringum 2.500 krónur. TVÖÞÚSUNDOGFIMMHUNDRUÐ! Þar af fær (skv. útvarpsviðtali við talsmann STEF) um 100 kr. Er þetta eðlilegt verð? Skrifanlegir geisladiskar eru fáanlegir fyrir um 50 stk. og það er með STEF skatti. Mér finnst nú líklegt að fjöldaframleiðsla kosti minna en það. Og það skal engin segja mér að það kosti 1500-2000 kall að pressa CD. Auðvitað skal ég viðurkenna að það kostar sitt að auglýsa og halda verslunum gangandi. Svo verður Jón Ólafsson að fá sitt. Ég er amk hættur að hafa nokkra samvisku að finna mér mp3 á netinu, einu diskarnir sem ég kaupi eru frá sjálfstæðum hljómsveitum sem gefa út efni sitt sjálfir, hvort sem þeir eru íslenskir eða erlendir. (Flestar íslenskar hljómsveitir eru hvort sem er óttaleg froðubönd). Ég er einfaldlega búinn að gefast upp, þegar CD komu út var því lofað (bæði hérna og úti) að verðið á þeim myndi lækka með tímanum því það var svo miklu ódýrara að pressa CD heldur en LP. Ég lít svo á að eftir að STEF lobbíaði Bjössa til að setja skattinn (Ég lít á þetta sem skatt, því það er innheimt af ríkinu) á skrifanlega geisladiska, þá hafi ég lagt mitt af mörkun til tónlistarmanna með því að kaupa pakka af CDW sem ég nota undir annað en tónlist.
Á heimasíðu STEF eru síðan mjög vafasamar upplýsingar, t.d. segir á einni síðu:
<i>“Má ég hlusta á tónlist á netinu og afrita hana?
Já, þú mátt hlusta og flytja tónlistina yfir til þín (download), en ekki gera afrit nema fyrir sjálfan þig og þína fjölskyldu. Fyrir heimild til að afrita til einkanota á tölvudisk hefur þú greitt sérstakt höfundarréttargjald þegar þú keyptir diskinn.”</i>
Síðar á sömu síður segir svo:
<i>“Má ég setja geislaplötusafnið mitt inn á netið?
Nei, þú mátt ekki einu sinni afrita það inn á tölvuna þína. Ekki heldur einstök lög. Í því felst afritun sem er ólögleg samkvæmt höfundalögum.”</i>
Þannig að ég spyr bara hvað ég má, mér sýnist STEF séu að nota FUD taktíkt (Fear, Uncertainty, Doubt), því annars staðar segja þeir:
<i>“Má ég tengjast heimasíðum annarra sem eru með tónlist?
Já, ef eigandi heimasíðunnar sem þú tengist hefur áður sótt um leyfi og fengið hjá rétthöfunum. Ef þú tengist heimasíðum, sem eru með tónlist án leyfis eða bjóða til kaups ólögleg hljóðrit (sjóræningjaútgáfur), telst þú meðsekur í ólöglegu athæfi.”</i>
Er ekki allt í lagi? Meðsekur í ölöglegu athæfi? Afsakið röflið, en ég er bara búinn að fá nóg. Er að spá í að rippa XXX Rotteweiler hundana upp á grín, hverjir vilja eintak? :Þ