Ég á eftir að minnast 6. desember sem dagsins þegar Skífan fékk loks á baukinn. Samkeppnisráð sektaði fyrirtækið 25 milljónir vegna brota sem annars hefðu styrkt stöðu Skífunnar enn frekar.
Það var kominn tími til að segja stopp eftir að verðið á geisladiskum hækkaði uppí 2600 krónur og þó að þessi tvö mál séu óskyld held ég að tónlistaraðdáendur geti verið ánægðir.
Það skyldi þó aldrei vera að Skífan myndi hækka verðið enn frekar til að borga milljónirnar 25? Við skulum bara vona að Jón Ólafsson sé með einhvern smá vott af samvisku…
Ég skora á alla að berjast gegn hærra verði og minni um leið að það er ágæt plötubúð á Laugavegi sem kennir sig við Hljómalind og býður diska sína á 2050 krónur og nota þann pening sem kemur í kassann til að flytja inn nýja tónlist og um fram allt frábærar hljómsveitir, eins og t.d. Godspeed You Black Emperor! á næsta ári.