Þökk sé video playlista penismobile og frjáls tíma þá ákvað ég að smella saman nokkrum lögum í minn eigin video playlist… þetta eru allt lög sem eru á playlistanum mínum eins og er, að vísu eru ekki til myndbönd við öll þeirra EN í versta falli hef ég fundið fín live videos í staðinn. Eins og sjá má skalar listinn aðallega rokkið með öðrum tónlistarstefnum inn á milli… fjölbreytnin í stóra listanum er þó mun meiri.

Amon Amarth - Cry of the Black Birds
Amon Amarth spila víkingamálm eins og hann gerist bestur. Sá þá fyrst á tónleikum í Hellinum í TÞM fyrir nokkrum árum og það er óþarfi að segja frá því að ég sá að tónlist þeirra ætti samleið með tónlistarsmekknum mínum.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=DhptP8j-t-M

Bob Dylan - Blowing in the wind
Bob Dylan er… Bob Dylan. Þarf ég að segja meira? Einn allra besti tónlistarmaður fyrr og síðar.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=ced8o50G9kg

Cake - The Distance
Ég man í alvörunni ekki hvenær ég heyrði þetta lag fyrst, en fyrir nokkrum vikum fékk ég þessa rosalegu þörf til að hlusta aftur á þetta lag. Eftir nokkuð umstang tókst mér að redda mér disknum Fashion Nugget sem þetta lag er á. Klassi!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=HhCG_LNP7M4

Dragonforce - Operation Ground and Pound
Dragonforce blandar saman power metal og hraða í snargeðveikum gítarsólóum. Klassaband.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=yIiJYHRFpvE

Fatboy Slim - Weapons of Choice
Eina ástæðan fyrir því af hverju þetta lag er á playlistanum mínum er myndbandið. Christopher Walken… að dansa.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=0WW8flwpH-Q

Gorillaz - Feel Good Inc
Conceptið á bak við Gorillaz hefur alltaf heillað mig. Feel Good Inc er einungis eitt af mörgum frábærum lögum sem þetta side-project Damon Albarn hefur getið.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=01C4RPEinM4

Hatesphere - Reaper of Life
Danskur death/thrash metall. Eitt af mínum uppáhalds dönsku böndum… mun betri en Aqua, tíhí.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=L37cL3u4CPY

Iced Earth - Declaration Day
Bandarískt þungamálmsband sem blandar saman nokkrum tónlistarstefnum með hreint frábærri útkomu.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=tAWrlwzfFzk

Johnny Cash - Hurt
Ég hef aldrei verið mikið fyrir kántrí tónlist, en ef það er einhver tónlistarmaður sem ég hef lært að meta í gegnum tíðina þá er það Johnny Cash. Þetta lag er að vísu EKKI country eins og flest lög hans, eeeen… frábært cover engu að síður.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=AO9dbmJ_2zU

Manowar - Hail and kill
Konungar þungamálmsins. Það fer enginn að neita því. Annars kemur Joey DeMaio og lemur ykkur.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=CjhNWAo6DN8

Muse - Knights of Cydonia
Ég man ekki hvenær ég heyrði fyrst í Muse en hvenær sem það var þá var ég ekki lengi að dýrka þá líkt og sólguði. Ekki endilega mitt uppáhalds band en frábærir tónlistarmenn engu að síður og ein af fáum nýlegum hljómsveitum sem bæði ég og faðir minn getum hlustað á í sameiningu.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=jV1bRfLHA3A

New Order - Regret
Meðlimir Joy Division mynduðu hljómsveitina eftir að söngvari JD, Ian Curtis, framdi sjálfsmorð. Til að byrja með voru þeir einungis skugginn af Joy Division en með útgáfu Blue Monday stimpluðu þeir sig rækilega inn í tónlistarsöguna. Lagið Regret var gefið út 1993 og er eitt af þeirra frægustu lögum.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=_iQv4IqVz28

Opeth - The Grand Conjuration
Michael Åkerfeldt er hausinn á bak við Opeth, enda þorir enginn maður að andmæla manni með eins rödd og hann hefur… frábær hljómsveit, sæmilegt lag, verst að öll bestu lögin þeirra eru yfir 10 mínútur að lengd og fara því yfir “limitið” á youtube. Því verður þessi stutta útgáfa að duga til að sýna hvernig hljómsveit þetta er.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=AY5LRReFYus

Pink Floyd - Time
Það eru alltaf einhver lög sem gefa manni þvílíka gæsahúð í ákveðnum köflum… Time með Pink Floyd hefur þessi áhrif á mig… þegar David Gilmour byrjar að syngja þá fæ ég þessa nettu gæsahúð sem ferðast frá hnakkanum og niður bakið og hristir rækilega í mér. Á jákvæðan hátt.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=ntm1YfehK7U

Radiohead - Paranoid Android
Fyrsti singullinn af OK Computer sem er almennt talinn vera ein besta plata í breskri rokksögu, ef ekki almennri rokksögu. Myndbandið er … áhugavert, gert af sænska teiknaranum Magnus Carlsson og já, það er rétt að titill lagsins er tilvísun í Marvin the Paranoid Android úr Hitchhiker's Guide to the Galaxy, þó svo að það komi ekki fram í texta lagsins.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=r8asQsfn82E

Sigur Rós - Glósóli
Ætli það hafi ekki verið 1999 sem ég kynntist Sigur Rós fyrst. Alltaf verið hrifinn af verkum þeirra og nýjasta plata þeirra, Takk, gefur öðrum verkum þeirra ekkert eftir, að mínu mati.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=okLCurB1lJw

Smashing Pumpkins - The Everlasting Gaze
Ég verð að viðurkenna að eitt sinn hataði ég röddina hans Billy Corgan. Var fátt sem ég hataði meira, reyndar. En það var svo í kringum 2001 eða 2002, sem sagt eftir að hljómsveitin lagði upp laupana, sem ég fór að kynna mér Smashing Pumpkins betur og komst að því hverju ég hafði misst af.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=wVjDvJ0AfxY

SuidAkrA - Dead Man's Reel
Þýskur melodic death metal með áhrifum ýmissa þjóðlaga auk áhrifa frá keltneskum þjóðlögum. Brilliant málmur. Myndbandið er ekki þeirra eigið… skárra en ekkert, samt.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=rrRHj921Zc0

Tool - Vicarious
Tekið af einum besta disk síðasta árs, 10.000 days. Þarf ekki að segja meira, Maynard og félagar eru ekki dauðir úr öllum æðum enn sem komið er, vonum að þeir haldi áfram að vera eins frábærir og þeir eru.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=hii17sjSwfA

Uriah Heep - July Morning
Þegar ég var fyrst að klóra mig áfram í alvöru tónlist fyrir svona 10 árum eða svo fékk ég pabba minn til að benda mér á einhverjar góðar hljómsveitir. Ein þeirra hét Uriah Heep og var July Morning fyrsta lagið sem hann spilaði fyrir mig með þeim. Ég var lengi að meðtaka þessa tónlist, en á endanum tókst það og það situr enn í sætri minningunni…
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=D_H3IR6XBRI

Utada Hikaru - You Make Me Want To Be A Man (live @ Utada United 2006)
Svona on the record, ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá er það rnb tónlist. Þegar ég heyrði í Utada Hikaru fyrst heillaðist ég. Hún er vafalaust eini rnb tónlistarmaðurinn sem ég get hlustað á án þess að kúgast og æla úr mér öllum líffærunum og það kaldhæðna er að það var hún sem kom með rnb fyrst inn í japanska popptónlist. Og það með stæl. Sem betur fer er hún farin að feta sínar eigin leiðir og er með ýmsa tilraunastarfsemi sem hefur bara gert tónlist hennar ennþá betri.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=G8vleU0FlZg

The Who - Baba O'Riley
Það er ekki langt síðan ég fór að hlusta á The Who, var reyndar ekkert rosalega hrifinn af þeim þegar ég heyrði í þeim fyrst. En núna get ég varla lifað daginn af án þess að hlusta á allaveganna eitt lag með þeim. Það er Baba O'Riley að þakka að ég fór að fíla þá, vona að það hjálpi fleirum sem hafa ekki enn meðtekið þessa frábæru hljómsveit.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=hKUBTX9kKEo