Blessuð sé mynning Georges Harrisons Núna er bítillinn George Harrison allur. Sagt er að hann hafi látist á heimili vinar síns kl 21.30 að íslenskum tíma og að kona hans og sonur hefi verið hjá honum. George Harrison var fæddur
25. febrúar 1943 í Liverpool. Hann kynntist Paul McCartney fyrstum af þeim félögum enda gengu þeir saman í skóla.

Harrison byrjaði að spila með hljómsveit sem McCartney hafði stofnað ásamt fleirum sem hét Quarry Men, sem varamaður þegar fasta mennirnir mættu ekki. Það var líka Harrison sem kenndi Lennon alla hljómana á gítar. Það var í raun Harrison sem fékk Lennon til að spila á gítar og ef hans hefði ekki notið við, hefði Lennon kanski aldrei spilað á þetta magnaða hljóðfæri.

Harrison hafði veruleg áhrif á tónlist Bítlanna en hann var alltaf í skugganum af þeim Lennon og McCartney. Eftir að Bítlarnir hættu gaf Harrison út sólóplötur og gerði þar lög sem urðu mjög vinsæl, svo sem My Sweet Lord. Um tíma var hann í hljómsveitinni The Traveling Wilburys með mjög þekktum tónlistarmönnum sem eru Bob Dylan, Roy Orbison, Tom Petty og Jeff Lynne.

Ég votta eiginkonu hans og syni samúð mína.
Blessuð sé mynning Georges Harrisons.