Tónabær stendur fyrir tónleikum í félagsmiðstöðinni
föstudaginn 30. nóvember. Allar þær hljómsveitir sem koma
fram eru á einhvern hátt tengdir Tónabæ. Hljómsveitin Sign
sem tók þátt í Músíktilraunum undir nafninu Halim verður ein
af þeim hljómsveitum sem koma fram. Þeir eru um þessar
mundir að gefa út sína fyrstu plötu, Vindar og breytingar.
Hljómsveitin Noise hafa verið að prufa sig áfram í
myndbandagerð og hafa þeir verið með lag í spilun á Popptíví.
Hvergerðingarnir í Dice og sprellararnir í Coral eiga eftir að
gera það gott á tónleikunum, en báðar þessar hljómsveitir
tóku þátt í músíktilraunum. Tónabæjarsveitirnar Streymi og
Billarnir munu hefja leika á föstudaginn nk. Tónleikarnir
hefjast kl. 20 og standa til 23:30. Miðaverð er 700 kr. og
rennur aðgangseyrir til uppbyggingar og viðhalds
hljómsveitarherbergis í Tónabæ