Jæja hér eru lög vikunnar og flest ykkar þekkja þau ábyggilega ekki og ef svo er þá eruð þið að missa af miklu. Fyrsta lagið er eftir hljómsveitina The Sleepy Jackson og heitir Come To This.

Hljómsveitin er mjög óþekkt hérna heima og sýnist mér annarstaðar en ef þið viljið heyra önnur góð lög með henni þá bendi ég t.d. á lagið Good Dancers sem er reyndar mjög ólíkt þessu lagi en samt mjög gott. Þeir voru að gefa út eitthvað efni en ég á eftir að kynna mér það.
Það má geta þess að aðalgaurinn í sveitinni er eini upprunalegi gaurinn og hann er í raun og veru hljómsveitin en frá 1998 hafa verið 14-15 meðlimir í sveitinni og þar af 10 fyrrverandi meðlimir :)
Ef þið fílið ekki þetta lag, þá getur verið að þið fílið bara ekki lífið?!

http://www.youtube.com/v/ami7nmw2e8U

Lag 2 í dag er annað frekar óþekkt lag með sveit sem heitir Electric Soft Parade og heitir lag vikunnar að þessu sinni There's a Silence en þeir eiga samt fullt af góðum lögum. Þeir eru ekki ólíkir Ash myndi ég segja eða allavegana þetta lag. Samkvæmt mínum heimildum hefur ekkert myndband verið gefið jafn fljótt út eftir upptöku og akkurat þetta myndband en það var tekið upp þegar þeir voru bara í kringum 18 ára aldurinn.
<br>Aðal menn sveitarinnar eru víst bræður. Fyrst hétu þeir The Feltro Media, svo The Soft Parade og að lokum The Electric Soft Parade. Það villl svo skemmtilega til að þeir voru að gefa út nýjan disk sem heitir No Need To Be Downhearted sem ég hef reyndar ekki enn hlustað á.

http://www.youtube.com/v/O4QPdPWoe6A

Ef þið hafið áhuga á að heyra fleiri lög með þeim þá mæli ég með t.d. I could cry, Empty at the End, Silent To The Dark, Start Again og Lose Yr Frown