Mig langaði nú bara að stikla á stóru og segja svona hverjir fengu hvað og kannski heyra álit ykkar á þessu öllu saman, vilduði að einhver annar hefði fengið einhver tiltekin verðlaun eða eruði sátt ?
Allaveganna hér koma verðlaunin:
Besta hljómsveitin: Limp Bizkit.
Besta söngkonan: Lennifer Lopez.
Besti söngvarinn: Robbie Williams.
Besta breiðskífan: Chocolate Starfish and the Hotdog Flavoured Water með Limp Bizkit.
Besti dnasinn: Gorillaz.
Besti popparinn: Anastacia.
Bestu rokkararnir: Blink 182.
Besti R&B tónlistarmaðurinn: Craig David.
Besti rapparinn: Eminem.
Besti nýliðinn: Dido.
Besti tónlistarmaðurinn í Bretlandi og Írlandi: Craig David.
Besta lagið: Cilnt Eastwood með Gorillaz.
Besta tónlistarmyndbandið: Since I Left You með The Avalanches.
Besta heimasíðan: Limp Bizkit fyrir www.limpbizkit.com.
Mér finnst þetta nú alveg ágæt úrslit, þó hefði ég nú viljað sjá einhvern annan en Robbie Williams fá verðlaun sem besti söngvarinn, þó svo að hinir sem tilnefndir voru voru nú ekki mikið betri.
Það var náttúrulega fullt af skemmtiatriðum meðal þeirra sem “tróðu upp” voru REM, Rammstein, Fred Durst, Dido, Travis o.fl.
Svo var Ali G kynnir, mér fannst hann nú ekkert sérstakur þar sem ég fíla hann ekki, en það eru örugglega margir ósammála mér í því sem er bara gott mál.
Endilega segið hvað ykkur fannst um hátíðina.
Kveðja Alfons
-Song of carrot game-