Heimur versnandi fer
Kannski ekkert nýtt en ég skal nefna ykkur dæmi…
Ég dýrka Bubba Morthens, hann er einn svalasti og besti tónlistarmaður sem Ísland hefur alið. Egó, sóló, Das Kapital, Utangarðsmenn…
Því finnst mér leitt hvernig hann hefur svikið það sem hann hefur staðið fyrir. Á sínum tíma sagði hann að dagurinn sem hann léki í auglýsingu væri dagurinn sem hann væri dauður, þá mætti alveg eins skjóta hann. Svo er hann núna að predika yfir fólki að versla í Hagkaupum! Og kom með einhverjar afar þunnar afsakanir um að ,,Hagkaup hefði gert svo margt fyrir verkalýðinn“.
Þetta var nógu slæmt.
Ekki batnar það þegar ég sit og horfi á sjónvarpið í gær. Þar er Ragga Gísla að auglýsa einhverja helvítis málningu! En eins og allir vita var Ragga í framvarðasveit pönksins í Grýlunum. Nú nýtaandi sér Hörpu Sjafnar-karakterinn úr ,,Með allt á hreinu” til að selja einhverja bévítans málningu og ergo: fá peninga fyrir. Þetta virðist núna allt bara snúast um það.
Ég spyr: Hvert stefnir þessi heimur þegar tveir af helstu pönkurum íslands brjóta niður allar fyrri hugsjónir sínar, svíkja það sem þau stóðu fyrir og þjóna markaðnum og kapítalismanum sem þau mótmæltu fyrr manna mest???!!!