Og þetta var ótrúlega skemmtilegt,bara töfrar.
Botnleðja og Sinfonían voru ekki alltaf að ná saman en það var bara einhvern veginn sætt.
Quarashi voru hinsvegar eins og sjötíu manna hljómsveit, í alvöru, það hljómaði ekki eins og að búið væri að hengja eitthvað drasl á þá heldur var þetta frekar eðlilegt alltsaman.
Og Smári Tarfur og Sölvi eru alvöru mofoar og ég er ekki verðugur að vera að æfa í sama húsnæði og þeir….
Hvað get ég sagt, meira að segja Sinfoníuhljómsveitin var góð.
Svei mér ef ég fer ekki bara á Björk og Sinfoníuna líka þó mér finnist Björk bara ókei…
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.