Ég fór á gríðarlega góða tónleika í gær, það var að sjá Jet Black Joe í Íþróttahöllinni á Akureyri.
DJ Árni Elliot var að spila einhverja músík meðan allt fólkið var að bíða og var ahnn held ég eini maðurinn í salnum sem var að fíla sig!! Svo kom “Toy Machine” og hitaði upp í svona hálftíma. Þeir voru með fínt rokk inn á milli en svo kom þessi öskurapastíll sem ég fíla ekki.
En svo loksins um kl. 23:30 komu JBJ á svið og þá varð allt brjálað. Þeir byrjuðu á að taka “Take Me Away” og svo heilsuðu þeir liðinu og tóku “Big Fat Stone”.
Ég var rétt fyrir framan mitt sviðið ásamt fullt af öðru fólki og var ansi þétt á þingi! Maður fór bara með straumnum og var út um allt gólf. Þvílík stemmning og læti.
Þeir tóku öll aðallögin sín: “Stepping Stone” “Rain” “Higher and Higher” “Falling” “Starlight” og mörg í viðbót sem ég man bara ekki eftir. Þeir tóku líka eitt lag af “Christ Gospel Band” disknum sem Páll Rósinkranz tók hérna fyrir nokkru. Það er gífurlega góður diskur og var það fyrsti diskurinn sem ég fór að æfa mig að tromma með. Þeir tóku þar titillagið “I Believe In You”, VÁ!
Svo voru þeir klappaðir og kallaðir upp og tóku þá t.d. rokk útgáfu af “Mrs. Robinson” og eitt annað lag sem ég man ekki hvað var. Svo voru þeir klappaðir og kallaðir aftur upp og tóku þá “You can have it all” (að mér minni).
Geðveikir tónleikar og stuð.

Ég man samt ekki lagalistann og man reyndar lítið eftir í hvaða röð þau komu og svoleiðis. Þetta var svo GEÐVEIKT!!!!!!!!!!!!

SIGGI STEIN!!!!!!!!
YtseJam
maJestY