Fyrst vil ég viðurkenna fúslega að ég sé hlutlægur en fyrir mitt leyti eru The Advantage tíu sinnum betri en NESkimos, og eru NESkimos einnig langt því frá “harðari”. Ég keypti báða Advantage diskanna í Smekkleysu og sé sko ekki eftir því. Sá fyrri er með miklu hreinni production á meðan seinni notast meir við effektamódul einhver og minniháttar spass við upptökur og útsetningar. Engu að síðu góður gripur með frábærum lögum.
Munurinn á hljómsveitunum tvemur er tvíþættur, að mínu mati, í fyrsta lagi eru NESkimos bara að plögga gíturunum í overdrive effektana sína og taka hreinræktuð metal cover af nes lögum á meðan Advantage eru með skemmtilegri útsetningar og tökur á lögunum.
Í öðru lagi er Spencer Seim, trommari The Advantage, bara tíu sinnum betri en gaurinn í NESkimos. Þar sem að nes lögin eru lítið annað en tvær til þrjár snilldar melódíur loopaðar saman þá hvílir gífurlega mikil ábyrgð á trommaranum að skapa spennu/mótvægi og fylla vel inn í.
Spencer tekst það snilldarlega, sbr. Goonies 2 intróið, viðlagið í Contra Snowfields, Zelda Fortress, MM3 Dr.Wily's Stage, Mario 3 Underworld, Double Dragon 3 Egypt, Contra Aliens' Lair + Boss, að ég tali nú ekki um offbeat intróið að MegaMan 2 Stage Select. Listinn er eiginlega of langur. Gott ef þetta er ekki bara með uppáháldstrommurum mínum ever..
Veit hinsvegar ekkert hvað trommarinn í NESKimos heitir og sé ekki ástæðu til þess að fletta því upp. Ákvað samt að gefa NESkimos nú sanngjarna meðferð og náði í fjögur lög af Soundclick heimasíðu þeirra. Eins og ég minntist á eru þetta frekar mikið pjúra metal cover þar sem lögin skiptast á hörðum/hröðum köflum og rólegt/clean sánd köflum. Hef ekkert sérstaklega út á það að setja en verð að segja að gítarintróið að Star Wars Cantina of Fear er ekki nægilega vel pickað upp og hljóðið er alveg eins í öllum lögunum. Á meðan eru Advantage búnir að taka upp, mixa, mastera og gefa út tvö ólík albúm hjá alvöru (indie) plötuútgáfu. En þetta er bara svona mitt álit, ég hvet ykkur heilshugar að tjékka betur á þessu nintendo cover fyribæri og öllum meðfylgjandi hljómsveitum.
Gítarar: Levinson Blade Delta Standard ‘98