Þetta er kannski ekki einhver venjuleg grein en ég ætla samt að koma með þetta.
Blindside - Silence
Þetta er eitt fallegasta lag sem ég hef á ævi minni heyrt.
Lagið er nr. 13 af Silence sem kom út 2002.
Ég kynntist þessu lagi þegar ég var með vinkonu minni og 2 vinum mínum og við lágum bara öll upp í rúmi og hlustuðum
á þetta lag á repeat í 3 tíma, talandi um nauðgun sem virklega borgaði sig.
Á silence disknum eru 13 lög og mörg þeirra eru mjög góð, t.d. Victory rock og pitiful sem er mjög
flott lag.
Funeral for a friend
Ég elska þessa hljómsveit og Casually dressed and deep in conversations er einn uppáhalds diskurinn minn og
mér finnst hann alveg mörgum sinnum betri heldur en Hours diskurinn frá þeim.
Uppáhaldslögin mín með þeim eru;
Your revolution is a joke, frábær lag og þar sem að ég er mikið fyrir þessi rólegu rokk lög þá er þetta
algjört æði.
Red is the new black, fyrsta lagið sem ég heyrði með þeim og það er mjög frábært.
og eiginlega öll lögin af Casually dressed and deep in conversations. Þetta er svona diskur sem ég get
hlustað á allan hringinn í botni án þess að hoppa yfir lag, elska það.
Sigur rós
Eina orðið sem lýsir því hvað mér finnst um þá er: váááááááá!!
Fyrsta lagið sem ég heyrði með þeim var flugufrelsarinn og ég átti það á tape (já, það er það langt síðan!)
og ég man eftir að hafa spólað og spólað aftur til baka því ég elskaði þetta lag, sérstaklega þegar Jónsi segir
“Sóley, Sóley.. flugurnar dreeeeeepa” *hrollur*!
Eftir þetta kom myndbandið við Viðrar vel til loftárásar sem ég byrjaði þá líka að dýrka og þetta voru svona
einu lögin sem ég hlustaði á þangað til að systir mín kom inn til mín einn daginn með geisladisk og sagði að ég
mætti eiga hann.
Hann er ennþá í græjunum mínum á nákvæmlega sama stað og ég held að hann muni vera þar lengi lengi, þetta er
auðvitað ( ) sem er uppáhaldsdiskurinn minn ever!
Popplagið er flottasta lag sem ég hef á ævi minni heyrt og ég held að það þurfi að semja ansi gott lag til að
það muni einhvern tíman breytast.
Sæglópur er líka eitt af mínum uppáhaldslögum en það er að finna á Takk.
Ég byrjaði svo virkilega að fíla Ný batterí síðasta vetur og það er auðvitað bara meistaraverk,
Njósnavélin var svona fyrsta lagið sem ég byrjaði að fíla á ( ) og ég fæ alltaf hroll þegar 4 mín og 40
sek eru búnar af laginu.
Ekki til orð sem lísa því hvernig mér líður þegar ég hlusta á þá og ég held að ég gæti talað endalaust um þá.
Sparta
Það tók mig mjög langan tíma að fíla röddina í söngvaranum en lögin þeirra eru frábær og ég held að margir nenni ekki að hlusta á sparta útaf röddina í gaurnum en hún venst samt og mér finnst hún æðisleg.
Diskurinn þeirra Wiretap Scars er svo mikið betri heldur en Porcelain og ég hef ekki enn fengið tækifæri til þess að hlusta á nýjustu plötuna þeirra en ég verð að fara drífa mig í því því þetta er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum.
Uppáhaldslagið mitt með þeim er án efa Cataract og wiretap scars er líka svona diskur þar sem að maður elskar bara öll lögin og vill ekki hoppa yfir hann.
Ég er mjög þakklát fyrir það að vinkona mín gaf mér þennan disk í jólagjöf því annars væri ég nú að missa af ansi miklu!!
Blink 182
Samnefnd plata frá þeim (2003) er líka svona ein af diskunum sem ég get hlustað á án þess að hoppa yfir lag, eða var það allavega fyrir svona nokkrum árum en ég held að ég myndi hoppa yfir nokkuð mörg lög núna ef ég færi að hlusta mikið á hann aftur.
Þetta er svona diskur sem ég hlustaði mjög mikið á í 9 og 10 bekk og mínar fyrstu minningar með kærastanum mínum er að finna í lögum á þessum disk.
I miss you vááááá… váááá… Ég man að ég var búin að hlusta á þetta lag nokkuð lengi áður en það varð vinsælt meðal “fólksins”, en það gerist nú frekar oft fyrir mig.
Always er æðislegt lag, ég elskaði myndbandið við þetta lag örugglega samt meira en lagið.
All of this ég bara elska þetta lag, ég fæ aldrei nóg af því og mér er svo alveg sama hvað allir aðrir segja því þetta er bara fallegt lag og ég hef marg oft grátið úr mér augun með það í gangi, eins og ég sagði þá er ég mikið fyrir þessi rólegu lög og því ætti næsta lag ekki að koma eitthvað á óvart.
I'm lost without you mér finnst bara allt við þetta lag æðislegt.
Adam's song mjög flott lag, líka þegar maður veit af hverju það var samið en þetta var samið til minningar um vin þeirra.
Kannski ef einhver að lesa þetta og sér blink 182 og hugsar “geeeelgja” en málið er að það leynast svo ótrúlega flott lög inn á milli.
Eftir að blink hætti þá hafa Tom og Mark bæði verið í Angels & Airwaves og Box Car Racer og ég hef verið eitthvað að gramsa í þessum hljómsveitum og fundið nokkur góð lög með þeim.
En svona helst stendur upp úr Box Car Racer - Letters To God sem er svo flott lag, byrjar rólega en svo í endann/miðjunni þá fer allt í gangi og ég hækka alltaf alltof hátt í græjunum, fáránlega flott lag.
Box Car Racer - I Feel So sem var eiginlega lagið sem fékk mig til að ná í afganginn af disknum þeirra.
Angels & Airwaves er samt meira út í eitthvað sem ég er ekki alveg að fíla en nokkur lög sm ég fíla alveg svona af og til, fer eftir því í hvernig skapi ég er.
The Automatic
Ég er nú bara nýlega búin að uppgötva þessa hljómsveit en diskurinn þeirra Not accepted anywhere er búinn að vera mikið í spilun hjá mér síðan ég fékk hann. Hef ekki enn fundið lag til að hoppa yfir en ég hef fundið mín uppáhöld;
By My Side var fyrsta lagið sem ég heyrði með þeim og ég elska þetta lag, það er svo æðislegt og ég hressist einhvern veginn alltaf svo þegar ég heyri það.
Lost At Home er mjög flott lag, mér finnst gaman að syngja með því og það er eiginlega bara æðislegt.
Monster ég hafði ekkert hlustað mikið á það fyrr en ég sá það svo á sirkus og ákvað að tjékka það aðeins og mér finnst það geggjað.
Ég elska líka að í öllum lögunum þeirra þá er einn gaurinn (veit ekki hvað hann heitir) syngur svona aðeins lægra en aðalsöngvarinn og hann er með virkilega spes rödd og mér finnst geggjað þegar hann byrjar.
Ensími - Arpeggiator
Þetta lag er svo æðislegt að það bara er váááá!!
Elska að hlusta á það með græjurnar í botni, æði.
Ég hlustaði fyrst á það hjá vinkonu minni þegar hún var að sýna mér diskinn þeirra Kafbátamúsík og ég heyrði strax að ég fílaði þetta lag mikið meira heldur en hin lögin en á þessum disk er líka að finna önnur góð lög eins;
Flotkví
Drelflík
Gaur
A.F.I. - …But Home Is Nowhere
Þetta lag er í alla staði frábært.
Leynilagið sem er á þessu lagi This Time Imperfect er eitt flottasta lag sem ég hef heyrt, það er æðislegt.
A.F.I. eiga mörg góð lög og fyrir utan þetta lag þá er hitt uppáhaldsslagið mitt með þeim God called in sick today en ég mæli með því að fólk kaupi sér Song The Sorrow diskinn því hann er mjög góður.
Ég held að ég gæti haldið áfram þar sem að ég hef safnað saman ansi góðri tónlist yfir árin en ég held að ég verði að hætta núna, kem kannski bara seinna með grein með lögunum/hljómsveitunum sem ég gat ekki komist yfir í þetta skiptið.
Ég bendi ykkur á www.last.fm sem er æðisleg síða fyrir alla þá sem hafa mikinn tónlistar áhuga og vita kannski ekki alveg hver sín tónlistar stefna er.
Ég hef fengið margar ábendingar í gegnum þessa síðu og er búin að búa mér til dágóðann lista og ef þið viljið líta á hann þá er hægt að finna allt um það sem ég er að hlusta á á www.last.fm/user/skangus
Skítkast afþakkað þar sem að fólk hefur mismunandi tónlistarsmekk og mér er alveg sama ef þetta var asnaleg grein.