Þetta eru þau lög sem eru mest í spilun hjá mér þegar ég er í miklu chilli…
1. Varúð - Hjálmar
Ég gjörsamlega elska Hjálma, synd að þeir séu hættir, þetta er svo chilled tónlist, lög sem maður getur hlustað á aftur og aftur - En þetta lag er alveg frábært, ég hlusta aftur og aftur á þetta lag og fæ ekki minnst leið á því. Þetta er raggie eins og það á að vera.
2. Remember Me - Dikta
Dikta er langbesta íslenska hljómsveitin ásamt Hjálmum, en þetta lag finnst mér vera eitt af betri lögunum á Hunting For Happiness.
3. Dolphins Cry (unplugged) - Magni Ásgeirsson
Magni finnst mér vera svakalega flottur söngvari og hann hefur hækkað mjög í áliti hjá mér í kjölfar Rockstar : Supernova. Hann á skilið að vinna þó svo að ég haldi að þetta sé slæmur félagsskapur sem hann lendi í. En þetta er sætt og rólegt, samt kröftugt lag og miklu betra unplugged en encore versionið hjá honum.
4. This Year's Love - David Gray
David Gray - Þetta er söngvari sem ég hlusta ekki mikið á en er samt ótrúlega flottur, rólegt og mjög “fallegt” lag.
5. The Last Resort - The Eagles
The Eagles er mjög flott hljómsveit - Fullkomin á alla kanta og þetta lag sýnir það greinilega, rólegt, samt kröftugt.
6. Weak and Powerless - A Perfect Circle
Hljómsveitin A Perfect Circle er kannski ekki fræg, en ég fýla hana í tætlur, ég á þrjá diska með þeim en Thirteenth Step stendur langt uppúr og finnst mér hann langbestur. Þetta lag er eitt af betri lögunum APC og einnig það kröftugasta - Síðan finnst mér textinn ekki skemma fyrir.
7. Mad World - Michael Andrews
Þetta lag er mjög tilfinningaþrungið og áhrifaríkt, textinn er ótrúlega flottur og söngurinn mjög flottur. Síðan er píanóspilið mjög einfalt en samt eitt það flottasta. Ég hef heyrt margt með honum Michael en finnst þetta það eina flotta sem hefur komið frá kappanum.
8. The Drapery Falls - Opeth
Opeth er alveg hreint mögnuð hljómsveit, hún er ein af fáu hljómsveitunum sem hefur þá hæfileika að geta gert lag sem inni heldur Dauðametal+Mjög rólega og flotta parta. Síðan eru textarnir þeirra allir ljóð. Þetta lag finnst mér undirstrika hæfileikann sem ég nefndi áðan, þetta lag er rólegt og mjög þungt í senn.
9. Guess I'll Never Know - Clawfinger
Satt að segja finnst mér þessi hljómsveit hundleiðinleg og hreint út sagt léleg, en þetta lag er alveg hreint kengimagnað, textinn er saga í sjálfu sér um einhvern vin söngvarans sem framdi sjálfsmorð. Þetta lag er rólegt í gegn og mjög flott.
10. Where the Wild Roses Grow - Nick Cave and Kylie Minogue
Demantur! Þetta var fyrsta lagið sem ég heyrði með Nick Cave, en ég hafði ekki heyrt um hann áður, svo ég stökk á netið og niðurhalaði disknum Murder Ballads og þar fann ég þetta lag, um leið og ég kveikti á því varð ég ástfanginn, þetta er svo óstjórnlega fallegt og flott, textinn er saga og lagið sjálft er demantur.
11. Run - Snow Patrol
Hljómsveitin Snow Patrol hefur gefið út mörg lög, mjög mörg lög, flest þeirra finnst mér vera arfaslöpp. En þetta, þetta lag er flott, byrjar rólega og magnast síðan upp á mjög flottan hátt. Fátt meira hægt að segja um þetta lag :/
12. WM3 - Dikta
Dikta, Dikta, Dikta… Ég nenni ekki að lýsa því aftur hversu geðveik þessi hljómsveit er, en þetta lag er svakalega flott. Fyrst hlustaði ég á það og fannst það bara mjög slappt, síðan hlustaði ég aftur á það, þá svona : “Hey, þetta er ágætt lag”, þriðja skiptið sá ég hversu ógeðslega flott lag þetta er. Íslensk tónsmíði eins og hún gerist best!
13. Windowpane - Opeth
Windowpane er eitt af rólegu lögum Opeth og þetta lag er hrein snilld sem höfðar til allra sem vita hvað tónlist er.
14. The Rain Song - Led Zeppelin
Led Zeppelin eru snillingar, það er ekki persónulegt álit mitt, það er álit allra heilvita tónlistarunnenda og þetta lag sýnir hæfileika þeirra í rólegum og afslöppuðum lögum.
15. Angie - The Rolling Stones
Þetta lag ættu allir að þekkja, enda hrein snilld og mjög fallegt lag.
Þetta er playlistinn sem ég set á þegar ég er í chill moodi, ég á playlist fyrir hvert mood þó þessi sé oftast í spilun.