Mínar uppáhalds hljómsveitir og afhverju. - Playlist Þrátt fyrir mikið mótlæti ætla ég mér nú að gera einn svona lista. Sjálfur tel ég mig nú hafa ágætlega fjölbreyttan smekk og ætla ég að setja saman nokkur af mínum uppáhalds lögum frá því að ég var nánar tiltekið 7 ára gamall. En það var þá sem bræður mínir kynntu mér fyrir hljómsveitum á borð við The Prodigy, Rage Against The Machine og Skunk Anansie og hafa þessi bönd haft mikil áhrif á hvernig tónlist ég fýla. Hver veit, kannski sér fólk eitthvað áhugavert sem það vill kynna sér.


Hljómsveit - Lag - Diskur

High Voltage - Scissors - Music From the Jilted Generation Vol. 3
Þetta er eitt af uppáhalds lögunum mínum með þessum manni en hanns vinnu er helst að finna á http://www.brainkiller.it/ / http://www.bk-recordings.com/ en þarna er að finna góðann hóp af fólki sem á það sameiginlegt að hlusta mikið á The Prodigy. Tók stjórnandi þessarar síðu sig saman á þeim 7 árum sem ekkert heyrðist frá Prodigy og leyfði fólki að pósta inn verkum sem það hefur gert sjálft. Þrátt fyrir að þarna séu allt electro listamenn er mikið af stafnum að finna svo sem Hip-Hop, High Voltage, Goa og margt annað. Verkefnið sjálft er titlað "Music from the Jilted Generation en það eru eflaust margir sem fatta hvað er átt við með þessu nafni. Því miður er síðan niðri tímabundið sökum viðgerða þegar þessi grein er skrifuð en þangað til ætti fólk að geta fundið eitthvað á spjallborðunum sem listamennirnir halda til á.
Þeir sem sita efst í mínum huga eru Kolano (Dark Hip-Hop), High Voltage (Sama stefna og nafn hanns), Grinny Grandad (Hip-Hop) og elecrto freaks á borð við The Phase, Necronomicon, Dust Project, Centurion og Thermonuclearity.

The Prodigy - No Good - Music for The Jilted Generation
Lag sem þarf að kynna fyrir fæstum. Reið dans senuni í bretlandi 1994 og var stór partur af Music From the Jilted Generation disknum sem gerði The Prodigy fræga. Það var þó ekki með fyrr en með tilkomu Firestarter og The Fat of The Land tímabilinu sem þeir urðu að einu stærsta bandi í tónlistarsöguni, þegar þeir náðu vinsældum í Ameríku. Ég einfaldlega fýla allt sem Liam Howlett hefur gert (gaman að minnast á solo albúmið hans The Dirtchamber Sessions Volume One sem er af mörgum talið með betri DJ Mix albúmum sam hafa komið út en þar mixar Howlett saman marga af sínum eftirlætis artistum og má greina mikil ahrif frá “old-school Hip-Hop”). Fyrir þá fáu sem þekkja ekki til Prodigy minni ég á lög á borð við Firestarter, Their Law, Girls, Rythm of Life (ekki frægt lag en í miklu uppáhaldi hjá mér) og hið umdeilda Smack My Bitch Up.

Skunk Anansie - I Can Dream - Paranoid and Sunburnt.
Eitt af fyrstu slögurum Skunk Anansie sem kom þeim á blað í bretlandi en það var ekki fyrr en annar diskur þeirra, Stoosh, kom út sem þau náðu heimsfrægð. Skin, söngkonan er með frábæra rödd og er ein af verulega fáum söngkonum sem hafa heillað mig. Þrátt fyrir að hafa frábæra rödd finnst mér stíllinn hennar standa upp úr. Frábært band í alla staði en þau eru því miður hætt en eftir þriðja og síðasta disk þeirra, Post Orgasmic Chill, ákváðu þau að þau gætu ekki þróað stílin sem Skunk Anansie var lengra.

Rage Against The Machine - Know Your Enemy - Rage Against The Machine
Þetta var fyrsta lag Rage sem greip mig. Eftir eina hlustun gat maður heyrt að frumverk þessara há pólitísku snillinga var ekkert annað en meistaraverk. Seinni diska þeirra þurfti ég að venjast en ef maður fýlar stílinn hjá tónlistamanni/bandi þá skptir voða litlu hvað þeir gera, þér líkar við það. þessir snillingar voru nánir Cypress Hill rapp grúppuni og tóku oft á tónleikum rokkaðari útgáfu af klassíkini How I Could Just Kill A Man eftir Cypress Hill sem er vægast sagt mögnuð, sér í lagi þegar Cypress Hill mæta sjálfir á svæðið og aðstoða Zach De La Rocha söngvara/rappara við flutningin. Hljómsveitin hætti eftir deilur á milli Zach og hinna þriggja. Zach hefur verið að rappa með Krs-One en restin af bandinu fann sér nýjann söngvara og var nú á dögunum að gefa út sýna þriðju plötu, Revelations, undir nafninu Audioslave.

The Smashing Pumpkins - Zero - The Mellon Collie and The Infinite Sadness.
Þetta magnaða lag ásamt Bullet with Butterfly Wings var það fyrsta sem greip mig með þeim. Stór mögnuð lög en eru enn þann dag í dag með því mest rokkaða sem Smashing Pumpkins hafa gert. Sú staðreynd að flest allt annað með þeim er mun rólegra hindraði mig lengi við að hlusta almennilega á annað en þessi tvö lög frá þeim. En með tímanum uppgötvaði ég lög á borð við Ava Adore. Þvílík meistaraverk. Því miður hætti bandið sökum þess hversu sérstakur forsprakkinn Billy var og væntanlega er enn. Hann sagði aðra meðlimi hljómsveitarinnar ekki skilja sig fullkomlega og þoldi ekki að þurfa að breyta list sinni eftir því sem hin vildu. Því miður fyrir hann hefur sóló ferillinn ekki gengið of vel og síðasta sem ég heyrði af honum var að hann var að reyna að endurvekja The Smashing Pumpkins. Ekki var búið að fullmanna bandið á þeim tíma og hef ég ekki heyrt meir af því. Vonum hið besta.

Marilyn Manson - The Beautiful People - Antichrist Superstar.
Flestir stærstu slagarar Marilyn Manson hafa verið cover lög enda flest öll coverin hanns bara frábær en svo ég nefni nokkur þá eru Sweet Dreams og Tainted Love frábær (Hver man ekki eftir Tainted Love æðinu þegar lagið byrtist í Not Another Teen Movie spoof myndini?). Þrátt fyrir að fyrrnefnt lag tainted Love og mörg af helstu hit lögunum hans verði ákaflega þreytt eftir endalausa spilun frá MTV og PopTíVí þá á þessi maður frábæraa slagara inn á milli og dettur mér helst í hug lagið Coma White en það og The Beutiful People eru að mínu mati þau lög sem sýna fram á að Marilyn Manson er meira en bara söluvara og ímynd unglinga sem þykjast eiga bágt…

Korn - Kill You - Life is Peachy.
Allir þekkja Korn. En nú til dags sjá flestir Korn sem MTV söluvöru rétt eins og Marilyn Manson. Ekki skrítið þar sem lengi vel fjallaði Jonthan Davis um fátt annað en hræðilega æsku sína í textum Korn. Þetta lag er Korn. Þetta lag er Jonathan Davis að endurupplifa eitt af hræðilegustu atvikum æsku sinnar og sjaldan hef ég heyrt manneskju syngja af slíkri innlifun. Ég skal játa að Korn eru orðin hræðilega mainstream og hvað þá með lögum eins og Twisted Transistor. en rétt eins og með Rage Against The Machine, þá þrátt fyrir að mér finnist tveir fyrstu diskar Korn slá öllu eftir það við og það rækilega, þá fýyla ég þá sem tónlistarmenn og hef mjög gaman af þeim. Minnisverð lög eru auðvita Blind, Clown, Fagot, Mr. Rogers, No Place To Hide, Dirty og Open Up.

Orgy - Dissention - Candy Ass.
Þrátt fyrir að Orgy sé “hljómsveitin sem coveraði Blue Monday lagið” (og ég get ekki neita að það er frábært hjá þeim) verð ég að nefna þetta lag. Þetta lag einkennist algjörlega af stýlnum þeirra og hægt að finna helst öll elements úr tonlist þeirra i því. Þetta er mjög rafræn nu-metal rokk hljómsveit. Þeir sjálfir eru gífurlega metró í útliti á sinn eigin vægast sagt spes hátt. Þrátt fyrir það finnst mér gaman að þeim live þrátt fyrir að hafa ekki komist yfir meira efni með þeim en raun ber. Þessari hljómsveit kynntist ég í gegnum Family Values túrinn. Því miður hefur þeim ekki gengið svo vel eftir að hafa slegið í gegn með frumraun sinni svo ég hef átt í mesta basli með að komast yfir nýrra efni með þeim. Þar af leiðndi mæli ég bara með öllum fyrsta disknum þeirra, Candy Ass.

Slipknot - Prosthetics - Slipknot
Uppáhalds lagið mitt með hljómsveit em ég kynnstist fyrir nokkrum árum. Þeir eru 9 saman í þessari sveit. Koma allir frá litla smábænum í Iowa, Des Moines. Þetta er væntanlega kynning sem margir kannast við enda mjög frægt band. Á eftir Korn voru það þessir menn sem kynntu mér fyrir hraðari og þyngri tónlist, metal. Þrétt fyrir að ég hafi aldrei komist út í Black, Death eða aðrar mun þyngri stefnur metals þá er það brjálæðið hjá þessum gaurum sem eillaði mig. Teknískur og hraður trommuleikur, fallegur söngur í bland við áhrifamikil öskur sem eru svo sannarlega “from the bottom of your lungs” (Slipknot aðdáendur margir kannast við þessa línu) og frábær gítarriff í bland við djúpann og hráann bassa. Í flestum tilfellum finnst mér það ömurleg mistök að hafa DJ í metal eða bara rokki, en Sid Wilson er bara svo rosalega fær og með sérstæðann stíl að það er unun að hlusta á hann. Í fyrr nefndu lagi koma í ljós notin við bjórtunnur og bara listin við að geta gert góða tónlist bara á meðan þú ert að framkvæma réttu hljóðin, sama þótt bjórkútur eða þvottabretti sé notað. Einnig vill ég benda á Live DVD diskinn þeirra "Disasterpieces“ en ég verð að vera sammála Kerrang! með að þetta sé einn besti Live DVD sem hefur verið gerður. Magnað show hjá frábærum ”performers“ og mjög vel unninn diskur. Nú að dikum Slipknot, en á síðustu 7 árum hafa þeir gefið út 3 diska. Ekki mikið enda hlómsveitin einu sinni búin að fara í gegnum að hætta og gaf af sér nokkur mis góð sóló verkefni og þar helst í uppáhaldi hjá mér Stone Sour. En með hverjum disknum ber vott um aukinn þroska. Frá því að vera hráir og hraðir, í þungir og harðari yfir í vandaðari og melódískari. En á öllum þessum diskum hefur þeim tekist að halda sama Slipknot hljómnum án þess að staðna. En stöðnun er jú helsti galli flestra hljómsveita. Þessir menn elska allir tónlistina sem þeir gera og eru mjög trúir því sem þeir gera. Ólíkt því sem margir halda hér á landi þar sem hljómsveitin höfðar mest til yngri kynnslóða er mjög breiður aðdáendahópur um allan heim. Slipknot hafa t.d. slept að vera ”headline band“ fyrir Ozzfest til að fá að spila með minni böndunum á seinna sviðinu, en þar fá þeir að spila með aðdáendurna alveg við andlitin á sér. Þrátt fyrir jú að vera þektir fyrir að sýna ekki andlitin en það er nú ekki mikið meira en ”gimmick" eins og þeir lýsa því sjálfir. Helstu lög munu vera The Blister Exists, (sic), Spit It Out, Purity, Disasterpiece, Metabolic og The Nameless.

Slayer - South of Heaven - South of Heaven.
Fyrir kunnuga metalhausa þarf ég ekkert að skrifa hér. Þetta lag er titillagið á einum af þrem diskum Slayer sem komu út á árunum 1986 - 1990. En þessir þrír diskar eru taldir eitt af áhrifamestu verkum metals (thrash metal) allra tíma en þessir diskar eru Reign in Blood, South of Heaven og Seasons in the Abyss. Þessu bandi kynntist ég eftir að ég byrjaði að hlusta á Slipknot en Corey Taylor, söngvari Slipknot, er búinn að vera frá því að hann var krakki gífurlega mikill slayer aðdáandi. Draumur hanns rættist fyrir nokkrum árum þegar Slipknot og Slayer lögðu af stað í heljarinnar tónleikferðalag saman ásamt nokkrum öðrum metal hljómsveitum. Eftir þetta hef ég kynnt mér Slayer betur og get þann dag i dag sagt að ég sé kolfallinn Slayer aðdáandi en við Slayer aðdáendur fengum frábærar fréttir fyrr í þessum ágúst mánuði þegar fyrsti Slayer diskurinn í 16 ár með Dave Lombardo, uppprunalega trommara Slayer, kom út. Christ Illusion heitir hann og er ekkert minna en meistaraverk þar á ferð. Helstu lög Slayer, Angel of Death, Dead Skin Mask, Bitter Peace, Stain of Mind, Disciple, Raining Blood og Supremist svo nokkur séu nefnd.

Sepultura - Attitude - Roots
Þeir sem þekkja mig vel hafa oft og lengi verið að benda mér á Sepultura, þetta væri eitthvað sem ég muundi fýyla og viti menn. Keypti anniversary edition af Roots og elska þennan disk. Áður hafði ég einungis heyrt lagið Roots Bloody Roots sem er líka eitt af frægari lögum þeirra. Þrátt fyrir að ég sé búinn að lesa mér til um sögu Sepultura fram og til baka rétt eins og með flestar aðrar hljómsveitir sem ég fýla þá ættla ég nú ekki að ganga lengra með þá þar sem ég á eftir að heyra mun meira með þeim.

Limp Bizkit - The Truth - The Unquestionable Truth, Pt. 1
Limp Bizkit var eitthvað sem allir gátu hlustað á þegar maður var yngri, mun yngri. En eins og frægt er hætti upprunalegi gítarleikarinn, Wes Borland, í bandinu á sínum tíma eftir rifrildi við mann sem hætti ekki að láta eins og asni í fjólmiðlum og á tónleikum og var jú ótrúleg kjánalegur. Fred Durst. eftir það gáfu LB nýjan disk, “græna diskinn”, sem hlítur að vera einn mesti viðbjóður sem ég hef heyrt. Eftir fall Limp Bizkit kom Fred Durst grenjandi aftur í Wes Borland. Borland samþykti. Ekki löngu seinna rekst ég af algjöri tilviljun á þennan disk, The Unquestionable Truth Pt.1, á undir þúsund krúnur í BT, samt glæ nýr. Svo virtist vera að þer hefðu gefið út nýjann disk án nokkura auglýsinga eða neitt. Sjálfum herfur mér lengi langað að skrifa hér um þennan disk svo ég segi ekki meira en, þetta er ekki Limp Bizkit lengur. Þvílíkan umsnúning á bandi hef eg aldrei vitað um áður. Þessi 7 laga smádiskur er snilld. Nánast gefnins í BT ef hann er ennþá til, kíkið á þetta.

Braille - Keep On - Shades of Gray
Hip-Hop hefur líka alltaf skipað stórann sess hjá mér. Þó fyrir utan rappara eins og Redman, Methood Man og Cypress Hill hópinn er flest allt Hip-Hop sem ég er að hlusta á eitthvað sem ég finn ekki á wikipedia og ekki einu sinni á Google. Félagi minn sér um að redda mér þessu, ég þarf bara að biðja hann um það ;)

Aðrar minnnisverðar hljómsveitir/listamenn sem ég ættla mér ekki að skrifa um, amk. ekki í bili eru t.d. The Chemical Brothers, Audioslave, Red Hot Chilli Peppers, DJ Shadow, Muse, Rob Zombie, Opeth, Lamb of God, Deftones og eldra System of A Down efnið. Allt bönd sem ég held mikið upp á en gefst ekki tími til að fjalla um. Ég er að skrifa þetta við hræðilegar aðstöður og verkjar mig allan í líkamann svo ég ættla eki að ganga lengra með þetta. Eins og glöggir hafa kannski tekið eftir er ég svoldið mikill nördi í mér svo að um leið og ég fæ ahuga á einhverju svo sem hljómsveit þá stúdera ég sögu bandsins í gegn. Einfaldlega vegna þess að ég er búinn að komast að því að tónlistarmennirnir á bakvið þesi bönd eru frumlegir og með sterkar skoðanir og jú auðvita, ákveðinn stýl sem höfðar til mín. Það er það eina sm ég fer fram á frá tónlistarmönnum, vera frumlegir og þá drulla ég ekki hérna a Huga yfir þá eins og lífið lægi á.

Ég er að fara í próf snemma í fyramálið og ég ættla einu sinni að leyfa mér að sleppa að lesa yfir greinina í heild þótt ég fylgist með öllu sem ég skrifa =)

Þakka ykkur fyrir lesturinn, vonandi eihverjir hafi gaman að.
- Hjalti.