Já, fyrst ég er hérna á annað borð ákvað ég að senda inn smá smakk af því sem ég er að hlusta á.
1. Zero 7 - In The Waiting Line
Lag sem ég fæ aldrei ógeð á. Rólegt og kúl.
2. Le Tigre - Deceptacon
Sniðugt lag í skemmtilegum stelpuöskursbandsdúr eitthvað. o_O
3. The Dandy Warhols - You Were The Last High
Klárlega æðislegt band og æðislegt lag.
4. VAST - Pretty When You Cry
Ótrúlega töff lag sem færir mig aftur í tímann hvert sem ég hlusta á það. Hlustaði oft á þetta þegar ég var yngri.
5. Buff - Glerbrot
Án efa eitt af skemmtilegustu lögum íslenskra hljómsveita, og að sjálfsögðu með einni skemmtilegustu hljómsveit Íslands.
6. Cake - I Will Survive
Sennilega skemmtilegasta cover í heimi!
7. The Dresden Dolls - Coin Operated Boy
Eina lagið sem ég get hlustað á með The Dresden Dolls, æðislegur texti.
8. Pendulum - Blood Sugar
Lag sem lætur manni líða eins og maður sé geðveikt kúl. Get hlustað endalaust á þetta.
9. Liberace - Ciao
Gamalt og frábært lag, líður alltaf eins og ég sé að horfa á Cecil B. Demented þegar ég hlusta á það.
10. RJD2 - Ghostwriter
Sjúklega kúl hip-hop-ish lag.
11. Cypress Hill - Insane In The Brain
Lag sem ég hef alltaf dýrkað, minnir mig á félagsmiðstöðvar og grunnskólaböll.
12. Lemon Demon - Mold en Mono
Lemon Demon fær mig alltaf til að brosa, hann er æðislegur.
13. Fu Manchu - Mongoose
Þetta band kemur mér alltaf í svo geðveikt kúl skap. Hressir mig við á leiðinlegum tímum og alltaf stuð að hlusta á þetta á rúntinum.
14. Aphex Twin - Vordhosbn
Einn frumlegasti tónlistarmaður sem ég hef nokkurn tímann hlustað á og eitt besta lagið hans.
15. Nirvana - Marigold
Besta lag sem ég hef heyrt með Nirvana.
16. Cannibal Corpse - California Über Alles
Ég leyfi mér að segja að mér finnist þetta fokking kúl cover.
17. KMFDM - Free Your Hate
Ég elska þetta band í tætlur! Industrial eins og það gerist best ^_^