Hermikráku greinin mín. Jújú, ég vildi líka segja ykkur frá mínum lögum.
ATH að ég skipti um tónlist á mánaðar fresti, þannig þessi lög verða dottin úr mínum smekk eftir mánuð, þetta eru s.s nýjustu lögin mín.

Og þetta eru flest öll partý remix lög, er í þeim núna, dýrka þannig tegundir. En svo kannski verð ég kominn í The Cranberries eftir mánuð.
En það leynast gullmolar á milli sem maður fær aldrei leið á.

Athugið að lögin eru ekki röðuð eftir gæðum.

Sureshot - Tomcraft
Hljómsveitin Tomcraft er næstum bara með svona remix partý lög, ótrúlega klikkað að fara á “djamm” og það er verið að spila lag/lög með þeim.
Vinur minn skrifaði þetta lag á disk, fórum niður í svefnherbergið hans þar sem græjurnar hans eru, og í stuttu máli fór ég heim með suð í eyrunum og þetta lag á heilanum.

Shut Me Up - Mindless Self Indulgence
Óóóótrúlega flott metal lag. Já, metal.
Ekki hægt að fá leið á þessu lagið, það er alltaf jafn gott. Eða, ég hlusta kannski bara ekki eins mikið á það. Mæli með þessu lagi, og bara hljómsveitinni sjálfri. Gé joð.

Lying Is The Most Fun A Girl Can Have Without Taking Her Clothes Off - Panic! At The Disco
“Omg ógó gg skemmtó lag” sagði einhver sniðugur, ásamt: “gg getnaðarlegt lag skommz”, og ég er eiginlega sammála því, þetta er nett gott lag, eins og flest frá strákunum í Panic! Sniðugur texti ásamt tónum, mæli líka með þessu lagi, eins og öllum öðrum á þessum lista.


Lynguists - Cunnin Lynguists
Hiphop er málið. Fíla þetta lag í botn, hún “andreaaa” á /hiphop sendi mér það :) Veit ekkert um hljómsveitina, á bara þetta lag með þeim, sem er slæmt. Ótrúlega svalt lag, með fiðlum og stuffi.

Everytime We Touch (Radio Mix) - Cascada
Hver á þetta lag ekki?
Akkúrat, það eiga það allir! Þetta lag er með eindæmum besta stuð lag. Ætti að vera í öllum partýum, hoho.

Ravers Fantasy - Tune Up
Hljómsveitin sem remixar lög. Jeh, frábært.
Pínulítið væmið techno, samt vel hlustanlegt fyrir eyru sem fíla það sem ég fíla.

Catamaran - Kyuss
Það eru sum lög sem ég hata með Kyuss, og sum lög sem ég elska. Þetta lag elska ég, rólegt í byrjun, verður svo meira “harðara”. Fyrir þá sem vilja metal með rólegu inná milli þá mæli ég með Kyuss, þótt sum lögin þeirra séu eintóm sýra.

Is it love? - Dr. Mizta and Mr. Handsome
Þessir snillingar, veit eiginlega ekki hvað skal segja. Eitt af tvem lögum sem ég fíla með þeim, þetta er líka svona stuð lag, fittar inní partý.
Góðir íslenskir listamenn ef þeir halda áfram á þessari leið sem þeir eru.

Mr. Dolly - Brain Police
All svakalegt lag, svoo flott byrjun. Ótrúlega flott og skemmtilegt lag með þeim í Heila Lögreglunni [Erum við að tala um lélega þýðingu? :)] Eins og næstum öll önnur lög þeirra. Frábærir gaurar.

Numb & Encore Remix - Jay Z and Linkin Park/Miami Vice theme
Reddaði mér þessu lagi nýlega, finnst þetta klikkað lag/theme. Veit ekki hvernig skal lýsa, ég held ég fái aldrei leið á þessu, sérstaklega ekki stefinu í byrjun, sem er svo inní og útúr allt lagið, “totally awesome” ef maður bætir gelgjunni inní.

Daylight - Aesop Rock
Yes'yall. Hiphop aftur á ferðinni. Byrjunin, textinn, lagið, og röddin í gaurnum gerir þetta lag æðislegt. Verðið bara að hlusta til að fatta mig.

Altarisgangan - Afkvæmi Guðanna
Yndislegt íslenskt hiphop. Það er í alvörunni eyrnafullnæging að hlusta á þetta lag, get ekki lýst því, afsakið, hlustið bara á það.


Takk fyrir mig, og vill minna ykkur á kæru félagar, að minn smekkur er minn smekkur.
Ykkur er velkomið að gagnrýna, en skítköst eru ávallt leiðileg.
Afsakið villur, ef þær eru einhverjar.

Later, mates.
stjórnandi á /bretti, /vetraríþróttum og /heimilið