Jæja, verður maður ekki að vera með og senda hérna inn playlistann sinn um þessar mundir.
1. Buttons - Pussycat dolls ft. Snoop Dog
Finnst þetta alveg svaðalega töff lag, fíla það mikið meira núna heldur en áður en Snoop tók það með þeim, hann er svaðalegur sko.
2. Boten Anna - Basshunter
Eins og svo margir aðrir á landinu, þá er ég að fíla þetta lag svaðalega núna, sama hversu nördalegt sem það er.
3. Turn It Up - Paris Hilton
Hún er nú engin megar artist, en það er alveg að finna nokkuð góð lög á nýju plötunni hennar
4. Is it love - Dr. Mister and Mr. Handsome
Gott íslenskt, kom mér mikið á óvart þegar ég frétti að þetta væru íslendingar, mikil talent
5. Sexyback - Justin Timberlake ft. Timbal
Góður slagari, eitthvað sem ég fíla að djamma við.
6. Me and U - Cassie
Just the same as the others, rólegt, ekki alveg brjálað djamm, en samt fílingur sko.
7. Break it off - Rihanna ft. Sean Paul
Er ekkert rosalega hot um þessar mundir, en rakst á þetta þegar ég var að hlusta á diskinn hennar og er að fíla þetta.
8. Unfaithful - Rihanna
Toppurinn á öllum listum um þessar mundir, þannig hvernig getur þetta ekki verið á playlistanum?
9. London Bridge - Fergie
Fyrsta sololagið sem ég heyrði frá henni, töff lag
10. Deja Vu - Shakira ft. Jay-Z
Same old same old
11. Promiscuous - Nelly Furtado
Djöfull töff lag, allt saman snilld sem kemur frá Nelly
12. Smiley Faces - Gnarls Barkley
Erfitt að fylgja á eftir jafn töff lagi og Crazy var, þetta lag á langt í land með að vera eins gott, en samt sem áður gott lag
13. Show Stopper - Danity Kane
14. To Little to Late - Jojo
15. I Write Sins Not Tragedies - Panic at the disco
16. Goin' Down - Yung Joc
Jæja, þetta er allavega my number 1 playlist at the moment, eins og þið sjáið er þar nær eingöngu RnB, en finnst þægilegast að hlusta á það svona dags daglega, þegar ég er að keyra eitthvað eða bara tjilla á msn, er svo með playlista þegar ég fer út að hlaupa, playlista fyrir svona kúrutónlist, annaðhvort þegar ég er einn bara að sofna, eða þá þegar fleiri eru í heimsókn.
Ég skelli kanski hinum 2 playlistunum inn einhvertíman við tækifæri :)
P.S. ég hætti að nenna skrifa eitthvað við hvert lag þarna einhverstaðar í miðjunni, ekkert merkilegt að segja, bara góð lög.