Jæja er þetta nýjasta æðið hérna annars? Ætla að segja ykkur frá nokkrum af uppáhalds lögum mínum.
Clint Eastwood - Gorillaz
Kannski svolítið “gamalt” lag en bara endalaust kúl og djúpt lag. Eitt af mínum all time classics.
Timeless - In Flames
Mergjað accoustic lag með Death Metal hljómsveitinni sívinsælu In Flames. Falleg lag sem hittir beint i hjartastað með flottum tónum.
Girl In The Fire - Pendulum
Vá! Svo flott lag að ég er bara kjaftstop. Drum n' Bass lag með accoustic gítar með, gerist það betra?
Hold Your Colour - Pendulum
Jahá, bregst aldrei. Töff Drum n' Bass lag sem maður getur hlustað á aftur, og aftur, og aftur, og svo einu sinni enn.
Still Grey - Pendulum
Mjög flott Drum n' Bass lag sem er nokkuð soft og fallegt með bumbuni og bassanum á fullu í leiðinni. Líka eitt af mínum all time classics.
Plastic World - Pendulum
Ha? Annað DnB lag? Meira að segja aftur Pendulum? Já!! Mjög flott lag sem er ekki svo ósvipað Still Grey. Mæli með þessari plötu snillingana í Pendulum sem heitir Hold Your Colour, og allir DnB aðdáendur með sjálfsvirðingu eiga ekki að láta framhjá sér fara.
RATM - Killing In The Name Of
Þarf ég að kynna þetta? Flott lag sem verður alltaf kúl og allir þekkja.
Voodoo People - Prodigy (Pendulum Remix)
Hehe jebb, annað Pendulum lag. Svalt lag sem maður getur dansað með við nánast öll tækifæri.
Frantic - Metallica
Allir þekkja það, allir hata það, ég elska það!
Here Comes The Night - Mínus
Rokk í hæsta gæðaflokki frá meisturunum í Mínus, headbang-lag dauðans!
The Long Face - Mínus
Mjög flott lag en er farið að ryðga svolítið, á ekki eftir að endast mikið lengur hjá mér.
Porcelein - Moby
Fallegt lag sem maður getur slappað af við að hlusta á. Ahh, strax farinn að hvílast.
Roses - OutKast
Hipp og kúl lag omg. Bara “Mmmmmm Jeee, Ó Jeee” lag. Ekkert ball án þess að þetta lag verði spilað!
Cowboy '78 - The Wise Guys (Fatboy Slim Mix)
Já, fáranlega kúl danslag með flottum takti og mergjuðum spænskum gítartöktum. Ef þú fílar tóna og takta sem þú getur stigið villtan dans við þá mæli ég með þessu.
Svo mæli ég með Pendulum Essential Mix, tveggja tíma mix með snillingunum í Pendulum. Þeir eru bara endalaust svalir og allt sem þeir koma með er bara of flott fyrir heiminn. Svo fíla ég SOAD, fullt af metal hljómsveitum og er bara með mjög fjölbreyttann tónlistarsmekk. En innst inni er ég Pendulum-hóra ;)
Enjoy og endilega að svara og koma með komment. Skítköst er afþökkuð og hunsuð.
Takk fyrir mig! :)