ofurPlaylistinn minn Tónlistarsmekkur minn er mjög mismunandi eftir skapinu sem ég er í.. Núna er ég bara í flippuðu skapi og þetta er það sem ég er búin að hlusta á í dag :)

Lögin eru ekki í réttri röð :)

Upphafið - Ofvirkni
Æðislegt lag, textinn er flottur og “spiladósa” hljóðið er svo krúttlegt

Boten Anna - BassHunter
Fáránlegt lag en kemur mér alltaf í gott skap. Langar að vita hvað þetta bot sem hann er alltaf að segja er, í þýðingunum er alltaf sagt bot líka..

Viðrar vel til loftárása - Sigur Rós
Eitt flottasta lag í heimi, myndbandið er líka flott og vel gert :)

The Bad Touch - Bloodhound Gang
Töff lag með meiru.. uppgvötaði hljómsveitina óvart þegar ég keypti vitlausann disk. Ég hélt að diskurinn væri annar diskur..

All these things I hate - Bullet for my valentine
Get ekki annað en sett þetta lag hérna inná, þetta er fyrsta lagið sem ég heyrði með Bullet for my valentine, vinur minn frá útlöndum sendi voiceclip til mín á msn og ég heyrði þetta lag í bakgrunninum og það var ást við fyrstu heyrn :)

Johnny B. Good - Chuck Berry
Klassík, fáránlega ávanabindandi lag og frekar gaman að hlusta á þetta áður en maður fer út :)

Starman - David Bowie
Mamma mín fékk mig til að hlusta á þetta lag, fannst það flott og svo heyrði ég það í rockstar með magna og það var alveg jafn flott :)

Bíbí - Foreign Monkeys
Sá þessa stráka á músíktilraunum 2006 sem þeir unnu by the way ( afsakið sletturnar ). Fór síðan á www.rokk.is og sótti lögin með þeim sem eru þar. Frábært lag.

Death before disco - Jeff Who?
Diskurinn þeirra er jafn þéttur og grjót. Elska hann og finnst hljómsveitin bara æðisleg bæði “læv” og á disknum. Lagið er líka svo hresst að maður getur ekki annað en sungið með og dansað ;)

Nothing else matters - Metallica
Klassísk ! Eitt fallegasta lag veraldar, ég vil láta spila þetta í jarðarförinni minni þegar ég verð dauð ;) Metallica er náttúrulega bara æðisleg hljómsveit og nánast öll lögin eru yndislega flott og þétt allt í gegn.

Helena - My Chemical Romance
Svo flippað myndbandið við þetta lag að það er ekki eðlilegt, hverjum dettur í hug að hafa dansatriði í jarðarför í kirkju og að dansa með líkkistuna og eitthvað svoleiðis, leikstjórinn á medalíu skilda. Lagið er líka svo tilfinningaríkt eitthvað. Mér finnst My chemical romance vera óendanlega flottir gaurar, hef séð tónleika með þeim, eitt orð: VÁ!

Fram á nótt - NýDönsk
Ekta útilegu/útihátíða lag, samt er útgáfan með á móti sól flottari.

Lying Is The Most Fun A Girl Can Have Without Taking Her Clothes Off - Panic! at the disco
Núverandi uppáhaldslagið mitt :) Ef þú rekst einhverntíman á mig í ekki svo góðu skapi þá er þetta lagið til að koma mér aftur í gott skap og meira en það. Mæli með því að allir eignist þetta lag !

Rosa Helikopter - Peaches
Techno fyrir litla krakka á sænsku :) “fíla” það í botn.

Creep - Radiohead
Svo flott lag, ég fór að grenja fyrsta skiptið sem ég heyrði það og er stolt af því.

Mutter - Rammstein
Þétt lag og flott að hlusta á með “græjurnar” í botni og kók í hendi.

Kartöflugeymslan - Rökkvi Vésteinsson
Gaurinn sem gerði þessa endurgerð á þykkvabæjarlaginu hans Árna Johnsen er snillingur og á alla mína virðingu. Ég hló óendanlega mikið þegar ég heyrði lagið fyrst og hlæ enn.

Pieces - Sum41
Svo flott lag, textinn byrjar á I tried to be perfect but nothing was worth it.. Vá flott flott

Boogie Boogie - Sveittir Gangaverðir
Flippaðasta lag sem ég hef heyrt uppá síðkastið. Öll lögin með þeim eru svo töff og skemmtileg og það er ekkert “djamm” nema þeir séu spilaðir að minnsta kosti einu sinni. Ást við fyrstu heyrn !

Revenga - SOAD
Heyrði þetta lag í vinnunni og var ósjálfrátt farin að syngja með og koma öllum í kringum mig í gott skap.

Chop Suey! - SOAD
Flott lag með meiru.

Nasty Boy - Trabant
úff.. vantar eiginlega lýsingarorð yfir þetta lag. Pínulítið Hommabars legt en það er bara betra :)

Cartoon Heroes - Aqua
Kallar fram 7 ára ofurgelgjuna í manni og kemur manni í frábært hugarástand þar sem maður var áhyggjulaust saklaust barn ;)

Lady in black - Uriah Heep
Vinur minn sagði mér frá þessu lagi og mér fannst það strax æðislegt og það kemur svona aaaaa.. eitthvað inni í laginu og ég bara fékk það á heilann og hef ekki náð því af :)


Þetta er svona bara “random” lög af “bókasafninu” í tölvunni minni hérna heima þegar ég er í svona flippuðu skapi. Eins og sést er ég mikið fyrir broskalla og nota þá óspart :)

Takk fyrir mig :)