
Ný plata er væntanleg frá Cypress Hill og mun hún heita Stoned Raiders. Áætlaður útgáfudagur er 12. nóvember í Evrópu. Meðal gesta á plötunni eru Method Man, Redman, MC Ren, Kurupt, Fear Factory og Downset.
Fyrsta smáskífan af plötunni mun líklega verða tvöföld A-hlið, rapp og rokk útgáfa af sama laginu, en ekki er búið að ákveða hvaða lag það verður.