Mér fannst alltaf gaman að lesa play-listana sem fólk sendi hingað inn en núna hef ég ekki séð neinn lengi þannig að ég áhvað að taka á skarið og gera einn.
Ég hef gert einn svona lista áður en margt hefur komið út síðan og að sjálfsögðu er tónlistar smekkurinn alltaf að stækka.
Ég fór á Roskilde Festival og ég held að það sé allveg ljóst að það hafi haft mikil áhrif á tónlistarsmekkinn minn.

Clap Your Hands And Say Yeah - Up On This Tidal Wave Of Young Blood
Þetta er tvímælalaust ein af uppáhalds hljómsveitunum mínum og þetta er líka uppáhalds lagið mitt í augnarblikinu með þeim.

Immortal Technique - Cause Of Death
Þessi gaur er bara snillingur og þetta lag er náttúrulega bara snilld. Ég meina hvaða hipp-hopp aðdáandi þekkir ekki þetta lag!? Bara geðveikt lag um pólitíska spillingu.

Immogen Heap - Goodnigth And Go
Ég hafði heyrt um konuna en hafði aldrei nennt að ná mér í neitt með henni fyrr en ég heyrði hana spila þetta lag í Jey Leno. Mér fynnst þetta vera geðveikt töff lag.

Pink Floyd - Brain Damage
Hvað meira getur maður sagt? Þetta er Pink Floyd! Það þekkja þetta allir.

Talib Kweli - Never Bin In Love Before
Talib Kweli er ábyggilega besti og skemmtilegasti rappari sem ég hef heyr…ever! Og ekki skemmir að þetta er geðveikt lag.

Track 72 - We´re Willing
Danskur rappari úr vinsælli grúppu gefur út sóló-disk. Ekki örvænta..Þetta er ekki á dönsku því að öll lögin hanns eru dúettar með ameriskum röppurum.

The Von Blondies - Lack Of Communication
New York rokk af bestu gerð. Er ekki viss um hvort að þeir séu frá New York en þetta er sammt sú genre. Geðveikt flott lag.

NilFisk - Sometimes In The Summer
NilFisk er án afa ein af bestu hljómsveitum ísland og engin furða að þetta lag var stór smellur hérna. Ég þekki reyndar dana sem þekkir meðlimina í Nilfisk og hlustar á þá.

Dead Prez - Hip Hop
Rosalegt lag með dúóinu Dead Prez. Fjallar um allt sem er að heiminum(sem er svona þemað hjá Dead Prez).

Death Cab For Cutie - We Looked Like Giants
Þetta er ekkert smá flott lag með Death Cab og eitt af mínum uppáhalds.

Blackstar ft. Common - Respiration
Fyrir nokkrum árum gáfu Talib Kwali og Mos Def út dúó disk undir nafninu Blackstar sem innihélt þetta lag. Ekkert smá gott lag og auðvitað stjörnu pakkað!

Jamie Cullum - London Skyes
Elska bara þessa Jazz/popp generu. Nýi diskurinn hanns er bara snilld og þetta er eitt af bestu lögunum á disknum

J Dilla Jay Dee - Workingonit
Því miður dó þessi ungi maður snemma en sem betur fer gerði hann heilann helling af góðum lögum sem eru ennþá til. Þetta lag er á sóló disknum hanns. Þetta er lag í svona breakbeat/hipp hopp stíl.


Biðst fyrirfram afsökunar á stafsetningar villum, ekki mín sterkasta hlið.