Ég var alveg efnislaus þegar ég sast að tölvunni og ætlaði að skrifa, svo ég ákvað að kveikja á útvarpinu og renndi takkanum til að hlusta á hinar ýmsu útvarpsstöðvar sem í gangi eru í dag.
Fljótlega varð mér ljóst að það er lítið efni sem er gott í nútímanum. Eina stöðin sem spilaði ágæta tónlist fannst mér
Radíó X-103.7, klassískt FM(107eitthvað),og 97.7-jazzstöðin.
En ég tel mig það ungan að ég er ekki byrjaður að hlusta á fréttir dagsins í 20.sinn á Rás eitt og tvö. það versta var náttúrulega hin eina sanna froða, sem ég hreinlega gat ekki hlustað á vegna þess að engar höfuðverkjatöflur voru til, en samt sem áður hlustar einn besti vinur minn er alltaf að hlusta á þessa helv***s mann-
skemmandi gúmmípíkupoppstöð. En nú langar mig að víkja að sjónvarpsmálunum.
Ef það er eitthvað sem fer í taugarnar er popp tíví með Jóa og Simma, Pikk tíví og hvað sem þetta heitir nú allt saman. Omega sem dirfist til að sýna einhvern araba að pota í hausinn á einhverjum blindum gaurum!!
Sjónvarpið er með hinn eilífa Skjáleik sem hinn
háæruverðugi Hr.Enginn tekur þátt í eða það eru einfaldlega einhverjar sápur sem fjalla um ást, von, kærleik og rifrildi um erfðir, blandað við sorglega leiðinlegan leik hjá -5.gráðu leikurum!!! Ef það er eitthvað sem er gott í gangi núna er það
SkjárEinn, þeir sýna Jay Leno, fyndna þætti,
ásamt því besta-ÓSTÖÐVANDI TÓNLIST, þeir eru ekki að spila mikið af froðu og mikið af Radiohead og Muse og fleiru skemmtilegu, þeir spila gömul lög í bland við þau nýjustu og það ekki bara
singúla(ef ég mætti bara sletta soldið).
Verum nett og svöl og sýnum fordæmi!?!?
PS þetta er bara mín skoðun svo-EKKERT DISS!