Var í Köben fyrir stuttu síðan á Red Hot Chili Peppers tónleikum í Parken. Fór ásamt 4 vinum. Kvöldið fyrir tónleikana vorum við á pöbbarölti og sáum einhverja rokkara sem voru að syngja með RHCP lagi og ég spurði þá hvort þeir væru á leiðinni á tónleikana. Það kom smá hik á þá og svöruðu svo “yes, we are warming up for them, we are the Papa Roach”!!! Þeir buðu okkur svo að setjast með þeim og við drukkum saman fram á nótt. Pöbbinum var haldið opnum lengur en venjulega þar sem “celebs” voru á staðnum.
Kobe bauð okkur að velja hvort hann ætti að æla, blæða eða skíta á sviðið á tónleikunum. Við völdum æluna og létum hann fá íslenskt tópas til að æla af. (Útlendingar hata íslenskt nammi)

Þegar við vorum að fara spurði ég þá um backstagepassa og band-managerinn sagðist ætla að swinga því. Ég trúði því tæplega en þegar við mættum á tónleikana biðu okkar 5 passar!!
Reyndar voru þetta ekki “all-access” passar þannig að við komumst ekki til að hitta RHCP gaurana.

Tónleikarnir voru geggjaðir. Papa Roach byrjuðu með þvílíkum krafti. Svo tók Iggy Pop við. Ég hélt að hann mundi rokka en hann var frekar slappur og tók ekki einu sinni “Lust for life”. Að lokum spiluðu Red Hot Chili Peppers og þeir voru ótrúlegir og sjóið helvíti gott.

Eftir tónleikana hittum við Papa Roach aftur og Kobe reyndi að æla á eina úr hópnum þar sem hann ældi ekki á sviðið.