Ærslabelgirnir í hljómsveitinni Powersolo munu einnig koma fram á tónleikunum en tónlist þeirra hefur verið uppnefnd “asnapönk!” og blaðamaður Austin 360 skrifaði eftir tónleika þeirra á South By Soutwest hátíðinni “probably the best country-porn act at SxSw”. Powersolo spilaði á síðustu Airwaves hátíð og vöktu mikla lukku er þeir framreiddu sinn magnaða kokteil fyrir fullu húsi á Nasa. Sveitin er um þessar mundir að gefa út sína þriðju plötu “Egg” en fyrsta smáskífulagið af henni, Knucklehead, var smáskífa vikunnar hjá danska ríkisútvarpinu.
Þriðja sveitin sem kemur fram þetta kvöld er hljómsveitin The Tremelo Beer Gut en þessar þrjár sveitir eru allar á mála hjá fremsta indí merki Dana, Crunchy Frog. Tremelo Beer Gut var stofnuð af Yebo og Sune Wagner (Raveonettes) eftir að þeir höfðu hlustað á gamlar surf plötur á hljómleikaferð með bandinu Psyched Up Janis sem þeir báðir voru í. Tremelo Beer Gut leikur að eigin sögn “surf & western” og hafa hitað upp fyrir Jon Spencer Blues Explosion, auk þess sem þeir voru opnunarband Hróarskelduhátíðarinnar árið 2000 þegar þeir léku á stóra sviðinu fyrir 30.000 manns.
Miðasala verður tilkynnt síðar og það skýrist á allra næstu dögum hvaða íslenska hljómsveit mun koma fram sem sérstakir gestir.
Miðaverð er aðeins 1800 kr. + miðagjald
www.crunchy.dk
www.heavytrash.net
www.powersolo.dk
www.thetremelobeergut.dk
Kær Kveðja