
Hljómsveitina The Funerals skipa frekar áhugaverðir karakterar og lög hljómsveitarinnar fjalla um sjálfsfróun, of ríka kærustu, tilfinninguna að fá mynd af sér í blöðunum og þar fram eftir götunum og stóðu Toggi, Doddi, Raggi, Viddi og Óli sig með stakri prýði enda allir mjög hæfileikaríkir spilarar. Á eftir Puppy Eyes kom titillag fyrstu plötu hljómsveitarinnar Pathetic Me en okkur var kennt viðlagið: “Pathetic Me, right hand set me free..” Hljómsveitarmeðlimir höfðu víst allir lent í því að fá það heima með sjálfum sér þegar gellurnar finnast ekki, allir nema Toggi náttúrulega.
Toggi sló svo í gegn þegar hann stóð upp frá trommunum og leiddi salinn í drykkjusöng….hann er með magnaða rödd og eftir þrjú uppklappslög var strákunum loks hleypt niður af sviðinu. Þetta voru því miður síðustu tónleikar bandsins í nokkurn tíma vegna þess að Óli er á leiðinni aftur til Kaupmannahafnar þar sem hann leggur stund á arkitektúr en ekki örvænta, platan Pathetic Me kemur út hjá Thule á næstu vikum. Hvað væri íslenskt menningarlíf án Ragnars Kjartansonar og félaga?