Endurminningar Napsters...
Man einhver eftir því hvernig lífið var þegar Napster var alvöru forrit þar sem maður gat nálgast hvaða þá tónlist sem hugurinn girndist? Þetta var allt svo auðvelt og þægilegt. Annars veit ég ekkert hvaða forrit fólk er að nota núna, ég er með eitthvað sem heitir Bear Share og er með eindæmum lélegt forrit. Svo auðvitað Napster en þar er ekkert að finna lengur. Getur einhver bent mér á eitthvað viðunandi, þá meina ég ekki til að nálgast mainstream Billboard bandarískt hálskóla örlaga barna bull. En svona er þetta, furðulegt hvað bandarískir dómstólar geta haft mikil áhrif á umheiminn.