Kvöldið byrjaði stundvíslega kl.20 að dönskum tíma (voru haldnir í Köben) og þar byrjuðu Papa Roach sem spiluðu 6-7 lög og mér fannst þeir ekkert sérstakir, fannst þeir og þungir og hef heldur ekkert verið að fylgjast með þeim af viti. Næstur var sjálfur Iggy Popp sem spilaði nokkur lög en ekki mörg af sínum þekktustu og þau sem hann tók eyðilagði hann með ömurlegum söng og það heyrðist ekki tónaskil á einu einasta lagi hjá þeim þannig að þeir voru ekki að meika það feitt þetta kvöld.
Svo komu aðalnúmerið, sjálfir Peppers og þeir tóku marga af sínum bestu slögurum og þeir líka tóku þau eins og það á að taka þau. Fly var hrein snilld og hann hreinlega fór á kostum. Það kom soldið á óvart að hann skildi spila Pee en það var geðveikt hjá honum og hann er án efa einn besti bassaleikari í heiminum í dag.
Daginn eftir tónleikana skrifuðu blöðin að “í fyrsta lagi hafi hljóðkerfið verið lélegt og það gæti verið ástæðan fyrir því að Papa og Iggy hafi spilað sínum verstu tónleika til þessa en samt tókst Peppers að spila sína bestu tónleika í danmörku til þessa”
Ekki ætla ég að dæma um hvað Iggy og Papa hafi gert um ævina en mér fannst hvorugir þeirra spila vel og þó taldi ég mig vera alætu á tónlist. En hvað um það þetta voru tónleikarnir eins og ég sá þá og sjálfsagt hafa mörgum fundist þeir góðir en mér fannst Peppers standa uppúr og fer hiklaust á tónleika með þeim aftur ef það gefst tækifæri til.
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.