Frank Zappa
21.12.1940 – 4.12.1993

Ýmsar hugmyndir hafa komið fram meðal vísindamanna um uppruna lífsins á jörðinni og eru menn ekki á eitt sáttir um þær bollaleggingar. Eitt er þó víst, menn fæðast og menn deyja. Flestir gleymast fljótlega en aðrir lifa að eilífu sem þjóðsagnapersónur eða dyrlingar.

Frank Vincent Zappa fæddist þann 21.12.1940 í Baltimore Maryland, USA og miða sumir timatal sitt við þann atburð sögunnar.

Áhugi Zappa á tónlist hófst um 12 ára aldur þegar hann trommaði fyrir skólahljómsveitina “The Ramblers” en það var ekki fyrr en hann keypti sína fyrstu LP plötu “The Complete Works of Edgar Varése – Volume 1” að hugur hans stefni eingöngu á tónlistabrautina. Hann spilaði þessa plötu gjörsamlega í gegn og í hvert sinn sem einhver kom í heimsókn á hans heimili var þessi skífa notuð sem greindarpróf á viðkomandi. Zappa þroskaðist fljótt sem tónlistarmaður og naut þar aðstoðar goðum sínum þeim Edgar Varése, Igor Stravinsky, Stockhausen , Anton Vebern ásamt blúsurunum Johnny “Guitar” Watson og Clarence “Gatemouth” Brown.

Þær blúsplötur sem Zappa og vinur hans Don Van Vliet ( Captain Beefheart) heilluðust sem mest af voru með gitarleikurum og upp frá því valdi Zappa gítarinn sem sitt aðalhljóðfæri og er í dag talinn einn af bestu gítarleikurum sögunnar þó svo að hann leit aldrei á sig sem gítarleikara heldur tónskáld.

Zappa stofnaði hljómsveitina The Mothers Of Invention árið 1965 og gáfu þeir út sína fyrstu afurð “Freak Out” í ágúst 1966. Þetta er fyrsta tvöfalda hljómplata rokk- sögunnar og þó svo að hún sé talin í dag ein af bestu skífum áratugarins voru gagnrýnendur ekki á eitt sáttir. Henni var lýst sem surrealisku málverki í hljóðformi og einn gagnrýnandi sagði orðrétt” ef einhver á þessa plötu kanski getur hann sagt mér hvað er að gerast”. Zappa var mjög afkastamikill tónlistamaður. Eftir hann liggja yfir 70 titlar og er margar tvöfaldar skífur þar á meðal. Meðal helstu titla eru Freak Out, We´re Only In It For The Money, Uncle Meat, Hot Rats, Over-nite Sensation, Apostrohe’, One Size Fits All , Sheik Yerbouti, Joe´s Garage og Yellow Shark.

Á þeim 28 árum sem Zappa ferðaðist með hljómsveit sína hafa yfir 300 manns gengið í hinn svokallaða “Zappa skóla” Hann lagði alltaf mjög hart að sínum mönnum og æfðu þau 8 tíma á dag 5 daga vikunar 70 daga fyrir hverja ferð. Með árunum fjölgaði þeim verkum sem allir áttu að kunna utanbókar því enginn konsert var eins og í síðustu tónleikaferð sinni árið 1988 voru yfir 150 verk sem hljómsveitin hafði æft og mörg hver ansi flókin í flutningi.

Þann 9 júní næstkomandi lýkur fyrsta tónleikaferðalagi Zappa fjölskyldunar sem ber heitið Zappa Plays Zappa og verða þeir tónleikar í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Synir Zappa þeir Dweezil og Ahmet ásamt ekkju meistarans Gail Zappa hafa undirbúið þetta verkefni í 2 ár. Þeir bræður völdu einvala lið úr stórum hóp tónlistarmanna og eru æfingar þegar hafnar eftir forskrift Zappa, 8 tímar á dag. Fjölmargir meðspilarar Zappa verða einnig með en ekki er vitað nákvæmlega hverjir koma fram á hvaða tónleikum því eins og hjá Zappa þá verða engir tveir tónleikar eins. Eitt er þó víst, snillingarnir Steve Vai, Napoleon Murphy Brock og Terry Bozzio verða á öllum tónleikum ferðarinnar. Einnig er stefnt að því að meistarinn sjálfur verði með en vegna þeirrar sorglegu staðreyndar að hann er látinn þá spilar hann með hljómsveitinni á stóru sýningartjaldi.


Steve Vai er í svoköllðum Íslandsvinahóp þar sem hann kom til landsins með hljómsveitinni Whitesnake í september 1990. Steve var í gítarnámi við Berkley School of Music. Hann og herbergisfélagi hans léku sér að því á kvöldin að hlusta á gítarsolo snillinga á borð við Santana, John McLaughlin og Eric Clapton. Þeir skrifuðu niður nóturnar við hvert solo og tók það um eina kvöldstund. Einn dag komust þeir yfir Zappa In New York og ætluðu að skrifa niður eitt að gítarsólóum meistarans. Þeir komust þó fljótlega að því að það var hægara sagt en gert. Það tók Steve um viku að skrifa nóturnar niður og féll hann alveg fyrir tónlist Zappa eftir það. Hann sendi Zappa niðurstöðuna í þeim tilgangi að fá að skrifa gítarnótur þar sem engar slíkar voru til. Zappa svaraði honum játandi og hann hætti í skólanum þar sem hann sá ferli sínum betri borgið með Zappa. Honum var síðar boðið starf í hljómsveit meistarans og kom fyrst á svið 10.10.1980 þá tvítugur að aldri. Steve hætti 14.7.1982 eftir síðustu tónleika 1982 túrsins. Hann hefur unnið síðan með David Lee Roth, Alcatras og Whitesnake. Hann hefur einnig sent frá sér nokkrar sóloskífur.

Napoleon Murphy Brock var í hljómsveit Zappa frá 1973 – 1976 og aftur 1984. Zappa sá Napoleon fyrst spila á næturklúbbi á Hawaii og hreyfst það mikið af þessum snillingi að hann bauð honum í hljómsveit sína. Þau ár sem hann spilaði með Zappa var hann í lykilhlutverki og má sjá hann á nýútkomnum DVD disk “The Dub Room Special” þar sem hann fer á kostum á tónleikum frá 1974. Helstu plötur sem Napoleon Murphy Brock tók þátt í eru Apostrophe (‘), Roxy & Elsewhere, One Size Fits All, Bongo Fury, Zoot Allures, Sleep Dirt, Sheik Yerbouti, Them Or Us og Thing-Fish

Þá er röðin komin að snillingnum Terry Bozzio sem einnig er Íslandsvinur því hann var með tónleika í Loftkastalanum 25. oktober 1998 . Terry er einn sá albesti trommari sem uppi er í dag. Hann vann sem session leikari í San Fransisco árið 1975 þegar hann frétti að Zappa væri að prufa nýja trommara. Ekki var honum tónlist Zappa kunnug á þeim árum en ákvað samt að reyna þar sam hann vissi þó að ef hann kæmist að væri nafn hans komið á spjöld tónlistarsögunnar. Fyrstu tónleikar Terry voru haldnir í Pomona, CA 11.4.1975 en þá var Captain Beefheart einnig með í Zappa bandinu. 282 tónleikum síðar eða 28.2.1978 í London lauk hann starfi sínu með Zappa og var þá búinn að vera lykilmaður í bandinu í tæp 3 ár. Verk eins og Black Page, Titties and Beer og Punky´s Whips eru öll með Terry í aðalhlutverki. Hann var einn af fáum trommurum Zappa sem fékk að taka löng trommusólo á tónleikum og má sjá eitt slíkt í kvikmyndinni Baby Snakes. Terry hélt alltaf mjög góðu sambandi við meistarann. Hann var tíður gestur á heimili hans og eftir fráfall Zappa hefur Terry haldið vinskap við fjölskylduna og trommað lítið eitt með Dweezil Zappa.

Á íslandi hefur verið starfræktur Zappa klúbbur frá 6 mai 1986 og stendur til að halda myndakvöld til að kynna tónlist Zappa. Það mun sennilega verða um páskana en verður auglýst sérstaklega síðar. Þangað til er öllum heimilt að hafa samband við Zappa samtökin á íslandi með e-mail á fzsamtokin@gmail.com

Stay Zapped

Höf. greinar er Sverrir Tynes, formaður Zappa samtakanna og þetta er birt með fullum vilja og samþykki hans.
ahh, enga fjandans undirskrift takk :)