Hljómsveitinni Megadeath hefur nú verið bannað að halda tónleika í Malasíu og nýja platan þeirra The World Needs A Hero hefur verið fjarlægð úr hillum pötuverslanna þar. Ástæða bannsins á Megadeath er sögð vera að ríkisstjórn Malasíu er ekki sátt við ímynd hljómsveitarinna. Meðlimir Megadeath eiga yfir höfði sér fangavist brjóti þeir tónleikabannið og útgáfufyrirtæki þeirra Sanctuary Records er á bannlista tollayfirvalda í Malasíu.
Nú er orðið ljóst hvaða listamenn eru tilnefndir til Mercury verðlaunanna eftirsóttu í Bretlandi. Meðal þeirra hljómsveita sem tilnefndar eru má nefna nokkra góðkunningja Radio X, svo sem eins og Radiohead fyrir Amnesiac, Gorillaz fyrir samnefnda breiðskífu, Goldfrapp fyrir Felt Mountain og Super Furry Animals fyrir Rings Around The World. Í dómnefnd sitja helstu tónlistarblaðamenn og spekingar Bretlands. Það vekur athygli að Damon Albarn forsprakki Gorillaz hefur látið þau skilaboð berast til dómnefndarinnar að hann kæri sig ekki um verðlaunin og þeir geti stungið þeim upp í aparassinn á sér.
Manic Street Preachers hafa lýst því yfir að nýji singullinn þeirra Let Robeson Sing sé bón um sátt milli ólíkra kynþátta. Upp á síðkastið hefur Bretalnd logað í kynþáttaóeirðum og ræður lögregla þar í landi ekki við neitt. Let Robeson Sing verður gefið út þann þriðja september næstkomandi og bindur hljómsveitin vonir við að fólk taki hann sem ábendingu um það að sátt og samlyndi geti ríkt milli fólks af ólíkum uppruna.