Nú gerði ég mér lítið fyrir og downloadaði blessuðu verslunarmannahelgalaginu hans
Einars Bárðarsonar, sem einfaldlega kallast: Eldborg. Það hefði ég ekki átt að gera.

En, fyrst ég var nú að downloada því á annað borð, ákvað ég að senda það
til Zurich þar sem dómnefnd fagurfræðinga fór yfir það gagnrýnum eyrum, og
tóku stöðu þessa lags miðað við tónlistarstöðu dagsins í dag. Og fyrir stundu
voru þeir að senda mér þær fregnir að Eldborg, lag verslunarmannahelgarinnar fyrir
þá er ætla þangað, hafi verið valið versta lag í heimi, EVER.

Ójá.

Humbert