Það var árið 1993 sem að ungur en síður en svo reynslulaus hljóðfæraleikari að nafni Sigurger Sigmundsson fluttist til Vestmannaeyja og fannst vanta enn eina hljómsveit í flóru Vestmannaeyinga .
Því fór það þannig að í kringum eina uppákomuna var téður Sigurgeir beðinn um að koma og spila en treysti sér ekki að halda uppi fjörinu einn síns liðs og bað því Þórarinn nokkurn ólasson (Tóta) að leggja til raddbönd það kvöldið.
Fór svo að Sigurgeir og Tóti vildu halda áfram samtarfið og varð úr að þeir fengju sér fleiri fylgdarsveina sér til fulltingins.
Í hópinn bættust þeir Eðvald Eyjólfsson slagverksleikari (nú í Tríkot) og Högni Hilmisson bassaleikari bættust í hópinn og hófst þá upphafið af því sem nú er Dans á rósum. Árið 1994 hættir Högni og við tekur núverandi bassaleikari hljómsveitarinnar Viktor Ragnarsson (sonur Ragga Rakara).
Það er svo árið 1995 sem að Sigurgeir Sigmundsson yfirgefur sveitina og til liðs við bandið kemur Eyvindur Ingi Steinarsson en hafði Eyvindur getið sér fræðgar í Eyjum að verð mikill kórsöngvari og liðtækur að syngja barnalög fyrir ungviðið. Með réttu má segja að Eyvindur hafi verið ráðinn á staðnum á kóræfingu.
Fór nú svo að bandið var svona skipað fram til 1999 þegar þáverandi trommuleikarin Dans á rósum fannst vera komin tími til að ljúka þessari vertíð og yfirgefa bandið.
Voru góð ráð dýr og nú skyldi leita norður yfir hafið og uppá fasta landið.
Fréttist af atvinnulausum trommara sem eitt sinn hafið klætt sig Í Svörtum fötum en þau reyndust full lítil fyrir hann.
Fóru leikar þannig að Sigfúsi Ómari Höskuldssyni var boðin trommarstaðan og er hann enn iðinn við kjuðana.
Bandið er því skipað í maí 2005
Eyvindur Ingi Steinarsson – Gítar og raddir
Sigfús Ómar Höskuldsson – Trommur og langar að radda….
Þórarinn Ólason - Syngur sem aldrei fyrr.
Viktor Ragnarsson - Bassi og raddir og rakstur.
Viðar Togga. - Verndari hljómsveitarinnar.
Dans á rósum er eitt af þeim böndum sem hóf sína tilveru á að spila á árshátíðum og öðrum mannfögnuðum . Allt frá stofnun hefur hljómsveitin verið þekkt fyrir mikla spilagleði og önnur skemmtilegheit. Hljómsveitin hefur það markmið að gera sem flestum til hæfis og hefur síðustu ár haft sem markhóp 25ára +, sem gefur til kynna að allflestir ættu að geta hrist sig og hreyft við tónlistina hjá strákunum. Sumarið 2003 endurgerði svo hljómsveitin lagið Jamaica eftir þá Vilhjálm Vilhjálmsson og Finnboga Kjartansson, sem sló rækilega í gegn á útvarpsstöðvunum að það sumar. Sumarið 2004 fór nýtt lag í spilun á öllum betri útvarpsstöðvum landsins sem var endurgerð á gamla smellinum Dansað á dekki og kom það út á Svona er sumarið það sama ár. Hljómsveitin hefur farið víða til dæmis var farið til Hull í Englandi og einnig til Hamborgar í Þýskalandi og spilað á þorrablótum hjá Íslendingafélögunum þar.
Undanfarið hefur hljómsveitin verið á ferð um landið og spilað hér og þar til dæmis á Akureyri og í Reykjavík á hinum ýmsu uppákomum og árshátíðum. Sjómannadagurinn er að sjálfsögðu haldin með miklum myndarbrag í Vestmannaeyjum og tekur Dans á rósum að sjálfsögðu þátt í að gera hann sem best úr garði einnig hefur verið samið við sveitina um að leika á Þjóðhátíð um verslularmannahelgina og á lundaballinnu sem er árviss og stórskemmtilegur viðburður í Eyjum ár hvert.
Dans á rósum , hún lengi lifi !