Það vita allir hver Bob Marley var, allir hafa heyrt einhver lög með honum, en ekki allir fýla tónlistina hans, sennilega vegna þess að fólk nær ekki boðskapnum sem hann er að reyna að bera okkur. En ekki nærri nógu margir hafa minnstu hugmynd um ævi karlsins, né heldur orsakir dauða hans. Ég þykist nú nokkuð fróður um karlinn atarna, og ætla að reyna að deila með ykkur visku minni.
Bob Marley, fæddist 6. febrúar 1945 í litlum bæ sem heitir Nine Miles, í hjartlendi Jamaíka, skýrður Robert Nesta Marley. Faðir hans var hvítur Ofursti í Breska sjóhernum sem hét Oval Marley. Bob hitti pabba sinn ekki oft, og sagði ávalt í blaðaviðtölum að hann hefði aldrei þekkt pabba sinn. Marley flutti einn til Trenchtown hverfis í Kingston um 14 ára aldur, og bjó þar með skyldmennum, þar kynntist hann Peter Tosh og fleiri mönnum sem seinna áttu eftir að stofna með honum The Wailing Wailers, sem var fyrsta hljómsveit Marleys. Fyrsta lagið sem þeir félagar tóku upp hét “One cup of coffee”, eða árið 1961, Marley aðeins 16 ára gamall, ekki varð þetta lag neitt ofboðslega frægt, enda var það keimlíkt öllu því sem að var að gerast í Jamaískri dægurlagamenningu á þessum tíma, tískan kallaðist “Rude boy” og gengu þér félagar í jakkafötum, og voru ofurtöffarar. Ekki leið á löngu áður en Marley kynntist Rastafari trúnni, tók hann þá að safna sér lokkunum sem urðu seinna hans einkennismark. Marley trúði því heitt að Haile Selassie, keisari Eþíópíu, væri Jesús Kristur endurborinn, enda stóð það í Biblíu hvíta mannsins, að sá maður sem kæmi í ættir bæði Jakobs konungs og Davíðs konungs væri hinn rétti endurfæddi Guð. Tók Marley að taka upp lögin “Rastaman chant”, “Lion of Judah”, “Iron Lion Zion”, “Mount Zion”, “We'll be forever loving Jah” og fleiri og fleiri sem voru ákall til Guðs hanns, enda var Marley maðurinn sem er ábyrgur fyrir útbreiðslu þessarar trúariðkunnar, milli landa og heimsálfa.
Bob kynntist snemma Ritu Anderson, sem seinna átti eftir að vera kona Bobs, og ala honum 3 börn. En daginn eftir brúðkaup þeirra flutti Marley til Bandaríkjanna, til móður sinnar, og fór að vinna sem suðumaður á verksmiðjulínu hjá Chrysler bílaframleiðandanum. Það varð stutt dvöl og flutti Marley aftur til Jamaíka til konu sinnar og vina.
Bob var stórhuga maður, og vildi gera tónlist sína víðheyrða, og fór með félögum sínum á fund Chris Blackwell hjá Island records í London, gengu þeir þar inn eins og þær ættu heiminn, og var mikill völlur á þeim, þeir heimtuðu samning og ekkert minna, Chris ákvað að taka áhættuna, bauð þeim byrjendasamning ásamt 3000 pundum til að gera fyrstu plötuna, menn sögðu hann brjálaðann og að hann ætti aldrei eftir að sjá neitt fyrir þessa peninga, nokkrum mánuðum síðar hringir Chris til Jamaíka og spyr drengina hvernig gangi, þeir bjóða hann bara velkominn í heimsókn til að heyra afraksturinn, sem reyndist vera fyrsta platan “Catch a fire”, sem innihélt meðal annars “Concrete Jungle” og “Stir it up”, fyrsta alvöru Reggae platan var orðin að veruleika, alvöru umslag og flottheit, platan seldist einnig vonum framar á Bretlandsmarkaði, og varð hljómsveitin The Wailers, fljótlega eitt allra heitasta bandið, lá nú á að gera aðra þétta plötu, og þeir félagar stóðu sko aldeilis við sitt, gáfu út plötuna “Burnin'” sem innihélt “Get up stand up” “I shot the sheriff” og fleiri, tónleikahöld gengu að vísu frekar illa, vegna þess að Bunny Wailer, vildi helst ekki fara frá Jamaíku, og Peter Tosh var kominn í sinn eigin veruleikaheim. Þeir sögðu sig úr bandinu, og nafninu á því var breytt í Bob Marley and The Wailers. Sólóferill Tosh gekk brösulega, og var hann síðan skotinn til bana heima hjá sér 1984.
Jæja. Nú voru Bob Marley og félagar orðnir nokkuð þekktir, en það vantaði samt einhvernvegin herslumuninn, aðaláhersla hafði verið lögð á Englandsmarkað, enda eftir hvað mestu að slægjast þar, fyrir utan Bandaríkjamarkað, að sjálfsögðu. En Bob hafði tekið sér stutta pásu, og bjó meðal annars í Svíþjóð til skamms tíma, þar sem að hann samdi lög fyrir Johnny nokkurn Nash, mér á ennþá eftir að takast að finna einhver lög með honum. Ekki líkaði honum vistin þar, og stakk af með sitt hafurtask, og gítarinn hans Johnny (Gibsoninn sem Marley notaði svo eftir það). Nú var unnið hörðum höndum að nýrri plötu, og það vantaði alls ekki efni til að láta á hana, platan “Natty Dread” leit svo dagsins ljós, með ofurhittinu “No woman no cry”, sem er gæti hugsanlega verið þekktasta lag í heimi, en ekki má gera lítið úr lögunum “Lively up yourself” og “Natty dread”. Um þetta leiti var Eric Clapton í stúdíó að reykja sem mest hann mátti, til að reyna að komast í “rétta” reggae fílínginn, ástæðan var sú að honum langaði að gefa út lagið “I shot the sheriff”, en sú útgáfa átti aldeilis eftir að hjálpa við að koma Marley að á hinum erfiða Bandaríkjamarkaði. Stuttu eftir “Natty Dread” kom út tónleikaplatan “LIVE”, þar sem að hin ódauðlega upptaka af “No woman, no cry” varð til (Til gamans má geta að titilinn þýðir Nei, kona, gráttu ei), en þessi plata hefur af mörgum verið titluð sem ein allra besta tónleikaplata sem komið hefur út.
Nú, hlutirnir gengu sinn vanagang, Marley hélt 200,000 manna tónleika í Nýja Sjálandi, gaf út plöturnar “Rastaman Vibration” (þar sem að lagið “War” sló í gegn, en textarnir eru teknir úr ræðu Haile Selassie (Rasta) til SÞ) og litlu seinna ofurplötuna “Exodus”, það eina sem þarf að segja um þá plötu er að breska ríkisútvarpið valdi hana bestu plötu síðustu aldar, og gáfu þar ekki minni mönnum en Zeppelin, Pink Floyd, Rolling Stones og Bítlunum langt nef, einnig var lagið One Love/People get ready (af Exodus) valið besta lag síðustu aldar.
Raddir höfðu gerst háværari og háværari með ásökunum á hendur Marley um að hann reykti óhóflega mikið af grasi, hann brást við með sinni zenísku ró og spurði hreinlega “Hvað er að því?”, engin komu andsvörin við því. En til að fylgja sínu máli enn fastar eftir var gefin út lofgjörðarplata um kannabis, “Kaya”, þar sem að upphafslagið “Easy skankin'” brýtur gjörsamlega ísinn, “Exscuse me while I light my spiff”, mörgum blöskraði, og var platan bönnuð til skamms tíma á nokkrum útvarpsstöðum, og kom honum á hinn alræmda “Hitlist” hjá CIA, leyniþjónustu Bandaríkjamanna, en þar höfðu meðal annara verið Mao formaður, Ernesto Che Guevara og Fiedel Castro.
Um þetta leiti var allt á suðupunkti í Jamaíku, Edward Zeaga og Michael Manley voru tveir höfuðpólitíkusar sem að börðust hatrammri baráttu um fylgi kjósenda í fjölmiðlum, og fylgismenn þeirra börðust á götum úti, með rifflum og byssum, svona hafði ástandið verið um nokkurt skeið, og Marley hafði ávalt hvatt samborgara sína til friðar, en án árangurs. Þá voru skipulagðir “One love, peace” tónleikarnir, sem fara áttu fram í Kingston, en kvöldið áður var launsátur fyrir Bob heima hjá honum, og leigumorðingi reyndi að ráða hann af dögum, Bob fékk kúlu í vinstri framhandlegg, og neðarlega í brjóstkassann, en var ekki alvarlega særður, en umboðsmaður hans hafði gengið fyrir kúlnahríðina og tekið felst skotin, hann lá á gjörgæslu í nokkra daga, en lifði til að segja frá atvikinu. Marley lét ekki hræða sig, og tónleikarnir fóru fram samkvæmt áætlun, við ótrúlegan fögnuð viðstaddra (hægt er að eignast þessa tónleika á spólu), og þegar tók að líða á seinni hluta tónleikahaldsins, kallaði Bob upp á svið, erkióvinina sjálfa, Edward og Michael, sem ekki höfðu náðst saman á mynd svo árum skipti, og fékk þá til þess að takast í hendur, þessi mynd er ódauðleg í hugum allra manna sem berjast fyrir friði, hvar sem er í heiminum. Daginn eftir var Marley farinn, hann gaf þá skýringu að hann gæti ekki hugsað sér að búa í landinu sínu, fyrr en hann gæti verið öruggur um líf sitt þar. Um þessa reynslu samdi hann lag, að sjálfsögðu, sem heitir “Ambush in the night”, sem kom út á næstu plötu kappans, “Survival”, en sú plata einkenndist af baráttusöngvum, þ.á.m. “Zimbabwe” sem Marley samdi í tilefni sjálfstæðis samnefnds ríkis, Wailers héldu tónleika þar sama kvöld og Breska heimsveldið lét þeim í té fullveldi, sagt var í gríni að fólkið í landinu kynni ekki þjóðsönginn, en allir kynnu “Zimbabwe” hans Marley.
Eftir frammistöðu Marley í friðarbaráttu sinni um heim allan, útnefndu SÞ hann heiðurs diplómat (Emmicary of Peace), og næstu árum varði hann m.a. í baráttu sinni til lögleiðingar kannabisefna, friðarmála um heim allan, og að sjálfsögðu lagasmíða. Mér dettur svo sem ekkert merkilegt í hug sem á daga hans rak, fyrr en dag einn var hann að spila fótbolta með vinum sínum, í sólinni í Jamaíku, braut hann illa á sér tánna, og neitaði að leita sér læknishjálpar, sem að átti eftir að koma niður á honum seinna. Því dag einn var hann úti að skokka í Central Park í NY, og datt hann þá niður meðvitundarlaus, var hann fluttur í flýti á sjúkrahús, þar sem að læknarnir tilkynntu honum að líkami hans væri hreinlega fullur af krabbameini. Læknarnir ráku nefnilega byrjunina á þessu æxli, ofan í tánna sem hafði brotnað svo illa í fótboltaleiknum áðurnefnda. Marley lét það ekki buga sig, og lagðist í hatramma baráttu við krabbameinið sitt, og hélt áfram að semja tónlist. Hann hélt sína síðustu tónleika árið 1980 í New York, og allir hinna viðstöddu fundu að eitthvað stórt og magnþrungið lá í loftinu, en Marley spilaði af lífi og sál, og margir vilja meina að hann hafi haldið þarna tónleika lífs síns, sem hann endaði eftirminnilega á “Redemption Song” af “Uprising” plötunni.
Flakkaði Marley nú spítala og landa á milli, en eitt umdeildasta atvikið var þegar læknar í Bandaríkjunum mæltu með lækni einum í Suður Ameríku, svo heppilega vildi einmitt til að þessi læknir hafði áður starfað sem gyðingamorðingi hjá Nasistum í þýskalandi, og hafði sérstaka óbeit af svertingjum. Vinum hans og ættingjum blöskraði þegar þau komu að heimsækja Marley, ástand hans hafði hríðversnað, og var lítið orðið eftir af manninum sem þau þekktu og elskuðu, Bunny Wailer sagði meira að segja eftir að hafa hitt hann “Mon, them killin' Bob”, þá var hann að tala um hinar sadísku meðferðir á honum, þar sem fátt benti til að læknir væri á ferð. Ættingjar hans fengu hann leistan út af þessum útrýmingarbúðum, og flugu með hann til þýskalands, þar sem að læknarnir sögðust ekkert geta gert fyrir hann, Marley bað þá um að fá að deyja í föðurlandi sínu, farið var með hann upp í aðra flugvél, ferðinni var heitið til Jamaíku, en Marley lést skömmu eftir flugtak frá Miami flugvelli, þann 11. Mars 1981. Öll Jamaíka fylgdist með jarðarför hans, og í annað skiptið sáust Edward Zeaga og Michael Manley saman opinberlega, nú til að syrgja fráfall þessa mikla manns, skömmu seinna var líst yfir vopnahléi milli þeirra stríðandi fylkinga, og samið um frið, til heiðurs minningar Marley. Fráfall hans var mikil frétt um heim allann og enn þann dag í dag er fólk að bíða eftir næsta Bob Marley, næsta friðarbera.
The Honorary Robert Nesta Marley O.M. 6. Feb 1945 - 11. Maí 1982