Hérna ætla ég að fjalla um þriðju plötu hljómsveitarinnar Coldplay.

Hún kom út 6. Júní og ég var búinn að bíða eftir henni í alveg þó nokkvuð marga mánuði og var orðinn alveg yfir mig spenntur þegar ég loksinns fékk hann:P Ok… artworkið á disknum er í runinni ekkert annað en dulmál sem er síðan útskírt inní bókinni í hulstrinu. Mér finnst þetta soldið sniðugt, myndin framaná er ekkert annað en bara X&Y á þessu dulmáli. Númerin á lögonum eru soldið furðuleg en þeim er skipt í X og Y eins og sést hérna fyrir neðan. Það er óhætt að seigja að hulstrið og allt í kringum diskinn sé mjög frumlegt og skemmtileg viðbót við tónlistina sem hann inniheldur.

X1. Squere One: Diskurinn birjar á sniðugann hátt… það eru bara einhver hljóð sem birja rólega og svo byrjar Chris að raula “You´re in control, is there anywhere you wanna go?” sem mér finnst vera ein af sniðugustu birjunum sem ég hef heyrt á disk, plús það að lagið heitir Squere One. Lagið birjar svo og það fer soldið útí það að maður heldur frekar að maður sé að hlusta á Radiohead heldur en Coldplay, en samt fínt mjög frumlegt og skemmtilegt lag bara.

X2. What if: Þetta er eitt af hugljúfustu, fallegustu og tilfinningameiri lögum sem ég hef heyrt. Þetta er eitt af bestu lögonum á disknum og grípur mikið í mann. Textinn fær mann mikið til að hugsa og lagið fær mann til að líða vel. Mjög gott lag.

X3. White Shadows: Þetta er fínasta lag, birjar svona rólega bara og verður alltaf beta og betra og svo þegar það er komið soldið langt inní lagið kemur viðlagið og verður eithvað sem maður gjörsamlega bíst ekki við en það er samt öruglega einn af bestu momentum á disknum. Fínasta lag en þetta snilldar viðlag dregur það mikið upp.

X4. Fix You: Þetta lag er mjög mjög hugljúft og einstaklega fallegt. Það birjar á svona rólegu orgeli og fallegum söng og texta sem fær mann ril að huxa, eins og eyndar er hægt að seigja um allann diskinn. Lagið fer rólega af stað en það bætist alltaf aðeins meira og meira og svo þegar það er u.þ.b. hálfnað breytist það og fer í allt annann gír… það kemur gítar riff sem byggist upp með mjög ofluum trommum og svo kemur mjög powerfull og grípandi kafli og þegar ég heyri þetta þá ímynda ég mér alltaf einhvern sem var verið að keyra á og er í super slow motion í loftinu að hugsa: “æ hvað hef ég núna gert?” haha en þetta var kanski aðeins útfyrir… en allavega, mjög gott lag.

X5. Talk: Þetta lag er að mestu leiti byggt upp á rítar riffi sem er tekið úr lagi með Kraftverk, og þetta er soldið funky, en samt mjög fallegt eins og allt sem Coldplay gera. En þetta er er svona lag sem er bæði hugljúft og hressandi í einu, það er kanski erfitt að ímynda sé en þeim tókst að gera það. ekki mikið meira að seigja um það, bara fínasta lag.

X6. X&Y: Þetta lag er eins og sum Coldplay eru og hafa alltaf verið, allavega að mínu mati, skrítið fyrst þegar meður heyrir það. Mér fannst laglínan hreynlega asnaleg í fyrstu skiptin sem ég hlustaði á það, en eftir því sem ég hlusta á það oftar þá verður það betra og betra og betra bara og það er gott mál og þetta er bara mjög fínt lag og mjög kröftugt og mjog tilfinningamikið og grípur mann.

Y1.Speed Of Sound: Þetta er líklega besta lagið á disknum og allavega lang frægasta. Það birjar á píanó spili sem hægt er að lísa með því að seigja að það sé nokkvurnskonar blanda af Trouble og Clocks og þeað er mjög flott bara. Lagið er bara skemmtilegt og ljúft en samt kröftugt og svo kemur viðlagið sem er bara allgjör hreynasta snillt og ég er ekki frá því að þetta viðlag sé það besta sem Colplay hafi gert hingaðtil. Það er bæði fjörugt og skemmtilegt en samt ótrúlega fallegt og ég var ekki langt frá því að tárast þegar ég heyrði það fyrst. En allavega, mjög gott lag.

Y2. A Message:
Þetta lag er kanski með þeim slakari á disknum en samt mjög fínt og hugljúft og fallegft. Þetta lag er meira í stíl við fyrri diksana og ólíkt hinu lögonum á disknum. En þetta er samt alveg mjög fínt lag þó að það sé með þeim slakari á þessum disk, sem þíðir bara að diskurinn er góður í heildina.

Y3. Low: Þetta lag er mjög ólíkt öllu sem coldplay hafa gert áður en samt eitt af bestu lögonum á þessum disk. Það er svona flottur bassi og soldið “dance-able” en ótrúlega fallegt í leiðinni og bassinn er alvarlega flottur. Það hefur eithvða verið talað um að Chris hafi verið að hlusta á A-Ha og það ætti að heyrast eithvað á .þessum disk og maður heyrir greynilega einhvern 80s fíling í þessu lagi. En svo endar lagið á einhverjum kafla sem ég er ekki enþá búinn að fatta. Það fer útí eithvað sem er algjörlega allt öðruvísi og ég er bara hreynlega leiðinlegur kafli verð ég að seigja. Eftir að hafa hlustað á hann soldið oft þá verður hann aðeins betri en mér mun samt alltaf finnast það jafn mikið vonbrigði að heyra þennan leiðinlega kafla í endanum á svoa geðveiku lagi.

Y4. The Hardest Part: Þetta lag er kanski líka eitt af þeim slökustu á disknum em samt mjög fínt lag. ekki mkið að seigja um það. Þetta er líka lag sem er líkara fyrri diskonum og ólíkara þessum. En ég hef svosem ekki meira að siegja nema bara fínasta lag.

Y5. Swallowed In The Sea: Þetta er lag sem mörgum mundi kanski finnast með slakari lögum á disknum en mér finnst þegga mjög gott lag. Þetta er lag sem verður einhvernverig “instant classic” því að eftir að hafa hlustað á það einusinni þá finnst manni eins og maður hafi kunnað það síðan maður var í leikskóla því að þetta lag er bara svo einfallt og einlægt að það hljómar nánast eins og einhver vögguvísa. Sumum finnst textinn kanski væminn en mér finnst hann flottur því að hann er svo hreynskilinn og einlægur bara. Gott lag.

Y6. Twisted Logic: Þetta er fínasta lag, soldið grípandi og fjörugt en samt mjög djúpt og fær mann til að hugsa alveg helling. Textinn er soldið merkilegur, en han er um eins og nafnið seigir “twisted logic” og inniheldur sniðugar pælingar. Það endar svo á því að einherjum rólegum hljóðum eins og diskurinn birjaði á en svo fara þessi hljóð að breytasr eithvað og fara afturábak og enda svo í háum og mjög óþægilegum kvell og þannig endar diskurinn, eða svona á hann að enda, en það kemur samt meira. Eftri þetta lag kemur smá þögn og svo birjar lag númer 13.

+/ Till Kingdom Come: Þetta er auka lag sem heytir í hulstrinu með disknum bara +, en lagið heitir samt “Till Kingdom Come”. Þetta er víst eithvða lag sem þeir sömdu fyrir hann Johnny Cash en hann dó því miður áður en hann gat tekið það upp þannig að þeir ákvöðu að hafa það bara sem aukalag á þessum disk. Þetta er fínasta lag, mjög hugljúft en alveg soldið ólíkt Coldplay. Þetta lag er nú samt langt frá því að vera betra en aukalagið á Parachutes.

Í heildina þá er þessi diskur soldið mikið öðruvísi en hinir diskarnir og mér finnst þessi nýja stefna þeirra einhvernvegin ekki vera alveg jafn góð og gamla Coldplay, en samt er þetta mjög góður diskur og ég ætla ða gefa honum

7.8/10
————————————————