Ég veit í raun ekki hvort þettaætti fremur heima undir kvikmyndir eða tónlist, þar eð þetta fjallar um bæði.
Fyrir alla unnendur góðrar tónlistar vil ég mæla með tónverkinu Voices of Light eftir bandaríska tónskáldið Richard Einhorn. Hann samdi það innblásinn af hinni sígildu kvikmynd Karl Th. Dhreyer, Píslarsögu Jóhönnu af Örk frá 1928.
Myndin hefur verið kölluð ein af þeim tíu bestu sem gerðar hafa verið. Hún lýsir réttarhöldunum yfir Jóhönnu af Örk og síðustu dögunum í lífi hennar. Hún er afar raunsæ en veitir þó leikstjóranum lisrænt frelsi sem hann nýtir til ýtrustu áhrifa. Myndin er byggð á raunverulegum réttarkjölum um mál hennar. Hún sýnir ekki Jóhönnu íklædda skínandi brynju, leiðandi her til orrustu heldur sem vesalings unga stúlku sem mætir ótrúlegri grimmd og ofsóknum og deyr fyrir trú sína. Myndatakan og cinematógófían er óaðfinnaleg og byltingarkennd. Til að mynda var leikkonan sem lék Jóhönnu ekki förðuð, frmeur en aðrir leikarar og nærmyndir af henni dáítið lýstar. Leikkonan er ótrúleg í hlutverkinu þjáningin er svo raunveruleg, maður trúir því nánast að hún sé sjálf að ganga í gegn um þetta allt sjálf. Myndin notast líka mikið við nærmyndir, sem færir mann um leið e-v nær persónunum. Senur eins og þegar farið er með Jóhönnu í pyntingaklefann og sérlega lokarisið eru með áhrifamestu senum sem ég hef séð í kvikmynd.
Tónlistin er magnþrungin og afar falleg í senn. Samin fyrir hljómsveit og kór.Hún hefur myrkan miðaldabrag yfir sér og hltur að vekja sterkar tilfinningar í hverjum næmum lesenda. Verkið er samið fyrir raddir, strengi, nokkur blásturshljóðfæri og klukku. Textarnir eru að miklu leiti úr ritum miðaldakvenna, þ.á.m. Jóhönnu, lýsa gjarnan trúarupplifunum og sýnum. Tónlistin vekur allann tilfinningaskalann; trúarhita, ástríðu og efasemdir Jóhönnu og tilvistarkreppu, grimmd, ofsa og hroka rannsóknarréttarinns sorg, demóníu og firringu. Tónlistin fellur fullkomnlega að myndinni og gefur henni aukna dýpt en þó geta bæði verk staðið sjálfstæð. Saman verða þau ógleymanleg upplifun. Á cd.now.com getið þið heyrt hljóðbúta og það má panta myndina og tónlistina í gegn um netið.